Framkvæmd
  • framkvaemdir

FRAMKVÆMD

Þegar til framkvæmdar kemur liggja markmiðin fyrir í formi kostnaðarramma, tímaramma, markmiða um öryggismál, umhverfisáhrif og samfélagsleg áhrif. 

Hlutverk Verkís í framkvæmd verksins getur verið allt frá því að hafa umsjón með einstökum framkvæmdaþáttum (kostnaði, verkáætlun, gæðum, öryggi og byggingarstjórnun) til þess að stjórna öllum þáttum framkvæmdarinnar.

Framkvæmdastjórnun hefst með því að skilgreina hlutverk og ábyrgðir allra aðila, koma á fót verklagsreglum, verkferlum og samskiptaferlum ásamt því að skipuleggja innkaupaferli fyrir þá verksamninga sem ekki eru komnir á. Framvindu verksins er fylgt eftir og verkkaupi upplýstur reglulega um stöðu verksins, breytingar og horfur.

Susanne Freuler

 

Tengiliður:
Susanne Freuler
Matvælaverkfræðingur / Viðskiptafræðingur
suf@verkis.is

Þjónusta

  • Verklagsreglur
  • Framkvæmdastjórnun
  • Kostnaðar- og gæðaeftirlit
  • Eftirlit með verkáætlun
  • Áhættu- og breytingastjórnun
  • Gangsetning og afhending