Verkáætlanir
  • Hallgrimskirkjuturn

Verkáætlanir

Verkís leggur metnað í gerð vandaðra verkáætlana. Verkefnið er brotið niður í verkþætti samkvæmt ákveðnu kerfi (WBS) sem skilgreint er fyrir hvert verk og verkið skipulagt út frá gefnum markmiðum og forsendum.

Niðurstöður kostnaðaráætlunar eru fluttar yfir í verkáætlun í formi kostnaðar og manntíma og búin til forðahlaðin verkáætlun. Þannig er tryggð samfella milli kostnaðaráætlunar og verkáætlunar í hverju verkefni fyrir sig.

Verkís notar mismunandi hugbúnað við gerð framkvæmdaáætlana.  Verkáætlunarhugbúnaðurinn Primavera P6 er fyrsti valkostur í stærri verkefni en í mörgum tilfellum beitum við líka Microsoft Project þegar það á við.  Gæði verkáætlunarinnar ræðst hins vegar ekki af tólinu sem beitt er heldur þeirri reynslu sem áætlunargerðarmenn okkar geta flutt með sér eftir áratuga vinnu við mjög fjölbreytt verkefni.

 

Tengiliður:
Örn Steinar Sigurðsson - Byggingarverkfræðingur
oss@verkis.is

Þjónusta

  • Verkáætlanir fyrir þróunarvinnu
  • Verkáætlanir fyrir hönnunarvinnu
  • Verkáætlanir fyrir byggingarvinnu
  • Verkáætlanir fyrir vélar og rafbúnað
  • Framvindueftirlit og stöðumat