31/10/2016 : Verkís hannaði byltingarkennda prófunarskilju

Landsvirkjun hefur tekið í notkun nýjan blástursbúnað til að mæla afköst jarðhitaborhola. Verkís hannaði búnaðinn en naut reynslu sem orðið hefur til hjá HS-Orku, sem notað hefur svipaðan búnað áður.

nánar...
Mynd fengin af síðu FutureBuilt

25/10/2016 : Sundhöllin í Asker í Noregi

Þann 13. október sl. bauð félagið FutureBuilt í Noregi til skoðunarferðar á verkstað þar sem verið er að reisa Sundhöllina Holmen í bænum Asker í Noregi en daginn áður hafði verið haldið reisugilli á staðnum í tilefni þess að þaki sundhallarinnar hafði verið lokað. Sundhöllin er alfarið íslensk hönnun, unnin af Arkís arkitektum og Verkís sem er með alla verkfræðivinnu.

nánar...

24/10/2016 : VERKÍS GEFUR KONUM FRÍ Á KVENNAFRÍDAGINN

Í dag eru konur hvattar til að leggja niður störf kl. 14:38 og mæta á baráttufundinn „Kjarajafnrétti strax“ sem haldinn er á Austurvelli. Verkís sýnir samstöðu með því að gefa konum í fyrirtækinu tækifæri til að mæta á fundinn og leggja niður vinnu á þessum tíma.

nánar...

11/10/2016 : Hvalárvirkjun – Mat á umhverfisáhrifum og breytingar á skipulagi

Undanfarið ár hefur Verkís unnið að mati á umhverfisáhrifum fyrir Vesturverk ehf. sem áformar að reisa virkjun við Hvalá í Ófeigsfirði. 

nánar...

6/10/2016 : Arctic Circle – Hringborð Norðurslóða 2016

Verkís tekur þátt í ráðstefnunni Arctic Circle sem fram fer í Hörpu dagana, 7.-9. október. 

nánar...