25/1/2017 : HLJÓÐHÖNNUN

Hjá Verkís starfa verkfræðingar sem fást við hljóðtæknilega hönnun mannvirkja. „Markmið með hljóðtæknilegri hönnun er að uppfylla meginmarkmið um varnir gegn hávaða, sem lýst er í byggingarreglugerð og reglugerð um hávaða,“ segir Arnheiður Bjarnadóttir, byggingar- og hljóðverkfræðingur. „Svo veitum við einnig ráðgjöf um hljómburð í tónleikasölum, fyrirlestrasölum o.s.frv.“

nánar...

13/1/2017 : Verkís haslar sér völl í byggingareðlisfræði

Verkís býður upp á ráðgjöf á hönnunar- og rekstrarstigi  um eðlisfræði og orkubúskap bygginga.

nánar...

10/1/2017 : FLÖSKUSKEYTIN Á FERÐINNI Í EITT ÁR

Í dag er liðið eitt ár síðan Verkís setti á flot tvö flöskuskeyti í samvinnu við Ævar Vísindamann.  Flöskuskeytin eru með gervihnattasendi sem staðsetur skeytin með GPS móttakara og sendir sex staðsetningar á dag.   Á vefsíðu Verkís og Krakka RÚV  hefur verið hægt að fylgjast með ferðum flöskuskeytanna í beinni.  Óhætt er að segja að ferðalag þeirra hafi verið ótrúlegt síðan þeim var hent saman úr þyrlu Landhelgisgæslunnar um 40 kílómetra suðvestur af Reykjanestá og hefur fjöldi manna fylgst með.  Út frá sjávarfallalíkani og veðurlíkani sem notaði veðrið frá 2015, ári áður en flöskuskeytin fóru í sjóinn, var því spáð að skeytin myndu halda í austur og enda í Noregi. nánar...

10/1/2017 : Holmen svømmehall

Þá fer að styttast í annan endann á sundlaugarverkefninu Holmen svømmehall en til stendur að opna sundlaugina formlega í maí 2017.

nánar...

3/1/2017 : Lýsingarhönnun

Verkís veitir alhliða þjónustu á öllum sviðum verkfræði, m.a. á sviði lýsingarhönnunar

nánar...