Fréttir: júní 2017

Fyrirsagnalisti

Blönduvirkjun

30/6/2017 : Blöndustöð hefur hlotið Blue Planet verðlaunin

Blöndustöð hefur hlotið Blue Planet verðlaunin, sem Alþjóða vatnsaflssamtökin (International Hydropower Association, IHA) veita verkefnum sem skara framúr í sjálfbærri nýtingu vatnsafls í heiminum.

nánar...
Perlan

27/6/2017 : Verkís spilar stórt hlutverk í verkfræðihönnun við breytingar á Perlunni

Í fyrra var farið af stað með umfangsmiklar endurbætur á Perlunni, einu þekktasta kennileiti Reykjavíkurborgar. Byggingin hefur fengið nýtt hlutverk og verður nú safn. Verkís sér um allar breytingar og standsetningu á byggingunni ásamt því að hafa umsjón með byggingarstjórnun á verktíma og ástandsmati á núverandi byggingu.

nánar...
Wow Verkís 2017

27/6/2017 : Lið Verkís söfnuðu 300 þúsund krónum fyrir Landsbjörg

Þá er WOW Cyclothon lokið í ár og þar með þátttöku Verkís í keppninni í þriðja sinn. Við erum mjög stolt af liðunum okkar, Team Verkís og Verkísliðinu, sem skiluðu sér heil á húfi í mark og ánægð með árangurinn.

nánar...

8/6/2017 : BIM verkefni hjá Verkís

Fjöldi verkefna sem eru unnin eftir BIM aðferðafræðinni að öllu leyti eða að hluta til hafa aukist mjög mikið síðustu ár hjá Verkís. Eftir því sem hönnuðir ná betri tökum á aðferðafræðinni og innra skipulag kringum BIM verkefni þróast, koma kostir þess berlega í ljós. BIM aðferðafræðin gefur hönnuðum meira frelsi til að leita hagkvæmari lausna sem leiðir til hagræðis fyrir verkkaupa á framkvæmdar og rekstrartíma mannvirkis.

nánar...

7/6/2017 : Öryggi hjólandi vegfarenda á þjóðvegum landsins

Á dögunum vann Verkís að rannsóknarverkefni, eftir að hafa hlotið styrk úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar, um öryggi hjólandi vegfarenda á þjóðvegum landsins.

nánar...