Fréttir: ágúst 2017

Fyrirsagnalisti

Nýtt álver í Karmøy

25/8/2017 : Hydro vígir nýtt álver í Karmøy í Noregi

Í gær var nýtt álver í Karmøy í Noregi vígt við hátíðlega athöfn. Verkefnið, Karmøy Technology Pilot, er á vegum norska fyrirtækisins Hydro og felur í sér byggingu nýrrar gerðar álvers sem er það umhverfisvænasta í heiminum. Minni orku þarf við framleiðsluna en í öðrum álverum. HRV, sem er í eigu Verkís og Mannvits, var með í verkefninu frá upphafi. 

nánar...
Sjálfvirka lestarkerfið í Engey

24/8/2017 : Sjálfvirka lestarkerfið í Engey reyndist vel í fyrstu veiðiferðinni

Allt gekk að óskum í fyrstu veiðiferð ísfiskstogarans Engeyjar RE sem kom til hafnar í gær eftir sína fyrstu veiðiferð. Reyndist skipið vonum framar. Í skipinu er fyrsta alsjálfvirka lestarkerfið í heiminum en Verkís vann að hönnun, forritun og gangsetningu kerfisins fyrir Skagann 3X.

nánar...
Landsnet vígir tengivirki í Vestmannaeyjum

24/8/2017 : Landsnet vígir tengivirki í Vestmannaeyjum

Í gær vígði Landsnet nýtt tengivirki í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjastrengur 3, sem tekinn var í notkun í október árið 2013, var gerður fyrir 66 kV spennu en var fyrstu árin rekinn á 33 kV spennu og tengdur á sama hátt og eldri 33 kV sæstrengur sem nú hefur verið aflagður.

nánar...
Þingvellir

23/8/2017 : Verkís leggur til lausn í fráveitumálum á Þingvöllum

Fráveitumannvirki á Þingvöllum anna ekki lengur því magni af skólpi sem fellur til á háannatímum ársins. Þetta kemur til vegna gífurlegrar fjölgunar heimsókna ferðamanna í þjóðgarðinn en þegar gengið var frá núverandi fráveitulausnum var ekki gert ráð fyrir að aukningin yrði svo mikil.

nánar...
gróðursetning á trjám

17/8/2017 : Starfsfólk Verkís gróðursetur til að minnka kolefnissporið

Í sumar hefur starfsfólki Verkís verið úthlutað rúmlega 5.600 plöntum til gróðursetningar.  Þetta er liður í því að minnka kolefnisspor fyrirtækisins. Verkís hefur sett sér markmið í loftlagsmálum sem miða að því að starfsemi stofunnar verði kolefnisjöfnuð að fullu árið 2030. 

nánar...
nýsköpun

3/8/2017 : Nota flöskuskeyti frá Verkís til að kortleggja ferðir svartfugla

Á næstunni verður níu flöskuskeytum sleppt í hafið við Grænland. Um er að ræða verkefni danskra vísindamanna sem vilja reyna að kortleggja ferðir svartfugla í hafinu. 

nánar...
Rannsókn í Surtsey

1/8/2017 : Verkís tekur þátt í stærstu rannsókn í Surtsey frá upphafi

Snorri Páll Snorrason, jarðfræðingur hjá Verkís, er kominn til Surtseyjar þar sem hann mun gegna hlutverki yfirjarðfræðings við borun í stærstu rannsókn í eyjunni frá upphafi. Ætlunin er að bora tvær holur og nýta gögnin til margvíslegra og flókinna rannsókna.

nánar...