Fréttir: nóvember 2017

Fyrirsagnalisti

Hreinsistöð á Kjalarnesi

29/11/2017 : Hreinsistöð Veitna á Kjalarnesi tekin í notkun

Ný hreinsistöð Veitna á Kjalarnesi var formlega tekin í notkun í síðustu viku. Vinna við verkið hófst árið 2006 en hlé var gert á því árið 2010. Frá því að verkinu var haldið áfram í byrjun árs 2015 hefur hönnun og eftirlit verið í höndum Verkís.

nánar...
Agnes Gunnarsdóttir

29/11/2017 : Agnes nýr gæðastjóri Verkís

Agnes Hólm Gunnarsdóttir hefur verið ráðin gæðastjóri Verkís. Agnes er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og BS gráðu í framleiðslutæknifræði frá Háskóla Suður Danmerkur í Sönderborg.

nánar...
Prestelvbrua

28/11/2017 : Verkís metur stærð hönnunarflóða fyrir norsku vegagerðina

Verkís hefur frá síðustu áramótum unnið fjölda flóðamata fyrir norsku vegagerðina, Statens Vegvesen, auk þess að stærðarhanna brýr og ræsi og meta þörf á rofvörnum við þessi mannvirki.

nánar...
Atvinna auglýsing

24/11/2017 : Verkís leitar að öflugum liðsmönnum

Við höfum áhuga á jákvæðum einstaklingum með góða samskipta- og skipulagshæfni, sem hafa metnað, sýna frumkvæði í starfi og eiga auðvelt með að vinna með öðrum. Mikilvægt er að umsækjendur hafi gott vald á íslensku og ensku og þekking á Norðurlandamáli er kostur.

nánar...
Lagarfoss

23/11/2017 : Flöskuskeytið strandaði við Lambhólma en hefur verið sjósett að nýju

Þann 3. nóvember síðastliðinn varpaði tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti flöskuskeyti, sem inniheldur 7“ vínylplötu, úr þyrlu í hafið skammt vestur af Reykjanesskaga. Til að byrja með var skeytið í Faxaflóa en endaði síðan í Breiðafirði þar sem það strandaði við Lambhólma, einni af fjölmörgum eyjum í firðinum. 

nánar...
Ofanleiti Verkís

21/11/2017 : Íslenski ferðaklasinn heldur fund í húsakynnum Verkís

Miðvikudaginn 22. nóvember heldur faghópur um mannauðsstjórnun innan Íslenska ferðaklasans fund í höfuðstöðvum Verkís í Ofanleiti 2 í Reykjavík. 

nánar...
Glerárvirkjun

21/11/2017 : Framkvæmdir við Glerárvirkjun í fullum gangi

Framkvæmdir við nýja Glerárvirkjun ofan Akureyrar eru nú í fullum gangi. Virkjunin verður rúmlega þrjú MW og fer allt rafmagn frá henni beint inn á raforkukerfi Akureyrarbæjar. 

nánar...
Þeistareykir

17/11/2017 : Gangsetning fyrri áfanga Þeistareykjavirkjunar

Þeistareykjavirkjun er 90 MW gufuaflsvirkjun sem byggð er í tveimur 45 MW áföngum. Formleg gangsetning fyrri áfangans fer fram í dag en til stendur að ræsa þann síðari vorið 2018.

nánar...
Husavikurhofdagong

15/11/2017 : Húsavíkurhöfðagöng tekin í notkun

Búið er að taka Húsavíkurhöfðagöng í notkun en þau tengja saman iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavíkurhöfn. 

nánar...
Norðfjarðargöng

14/11/2017 : Norðfjarðargöng tekin í notkun

Norðfjarðargöng voru formlega tekin í notkun um helgina við hátíðlega athöfn og hafa þau verið opnuð fyrir almenna umferð. Göngin eru mikil samgöngubót fyrir Austfirði.

nánar...
dariali

14/11/2017 : Dariali-vatnsaflsvirkjunin opnar Verkís nýjar dyr í Georgíu

Framkvæmdum við Dariali-vatnsaflsvirkjunina í ánni Tergi í Georgíu, sem hófust árið 2011, er lokið og hefur virkjunin verið vígð. Verkís er aðalhönnuður verkefnisins og vann það í nánu samstarfi við Landsvirkjun Power, auk fyrirtækja í Georgíu. 

nánar...
Gestastofa

10/11/2017 : Verkís tekur þátt í hönnun vistvænnar gestastofu

Verkís hannaði rafmagn, gerði LCC greiningu, sá um brunatæknilega hönnun og aðstoðaði við lóðarhönnun við hönnun nýrrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri. Stofan er hönnuð af hönnunarteymi sem Arkís ehf. er í forsvari fyrir en þau eru einnig aðalhönnuðir gestastofunnar.

nánar...
Pósthússtræti 5

7/11/2017 : Verkís leggur mat á umferðarhávaða í Reykjanesbæ

Verkís fékk nýlega það verkefni að reikna út umferðarhávaða frá umferð ökutækja og leggja mat á flugumferðarhávaða, við útvegg og útisvæði fjölbýlishúss áætlað er að rísi við Pósthússtræti í Reykjanesbæ. 

nánar...
Flöskuskeytið Ásgeir Trausti

3/11/2017 : Ásgeir Trausti varpaði vínylplötu í hafið

Nú fyrir skömmu varpaði tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti 7“ vínylplötu í hafið úr þyrlu. Platan var í sérstöku flöskuskeyti sem er hannað og smíðað af Verkís. Skeytið er hluti af fjársjóðsleit sem tónlistarmaðurinn stendur fyrir um allan heim en þessi hluti verkefnisins hefur fengið nafnið Album in a Bottle.

nánar...
Neyðarkallinn

2/11/2017 : Verkís styrkir Landsbjörg með kaupum á neyðarkallinum

Verkís er stolt af því að hafa innan sinna raða starfsfólk sem vinnur óeigingjarnt starf í þágu björgunarsveita á Íslandi. 

nánar...
Skutulfjörður

2/11/2017 : Ástandsgreining fráveitukerfis á Vestfjörðum

Verkís tók að sér ástandsgreiningu fráveitukerfis sveitarfélagsins í þéttbýlisstöðunum á Ísafirði, Hnífsdal, Suðureyri, Flateyri og á Þingeyri, að undangenginni verðkönnun á vegum tæknideildar Ísafjarðarbæjar. 

nánar...
Síða 1 af 2