Norðfjarðargöng

14/11/2017 : Norðfjarðargöng tekin í notkun

Norðfjarðargöng voru formlega tekin í notkun um helgina við hátíðlega athöfn og hafa þau verið opnuð fyrir almenna umferð. Göngin eru mikil samgöngubót fyrir Austfirði.

nánar...
dariali

14/11/2017 : Dariali-vatnsaflsvirkjunin opnar Verkís nýjar dyr í Georgíu

Framkvæmdum við Dariali-vatnsaflsvirkjunina í ánni Tergi í Georgíu, sem hófust árið 2011, er lokið og hefur virkjunin verið vígð. Verkís er aðalhönnuður verkefnisins og vann það í nánu samstarfi við Landsvirkjun Power, auk fyrirtækja í Georgíu. 

nánar...
Gestastofa

10/11/2017 : Verkís tekur þátt í hönnun vistvænnar gestastofu

Verkís hannaði rafmagn, gerði LCC greiningu, sá um brunatæknilega hönnun og aðstoðaði við lóðarhönnun við hönnun nýrrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri. Stofan er hönnuð af hönnunarteymi sem Arkís ehf. er í forsvari fyrir en þau eru einnig aðalhönnuðir gestastofunnar.

nánar...
Pósthússtræti 5

7/11/2017 : Verkís leggur mat á umferðarhávaða í Reykjanesbæ

Verkís fékk nýlega það verkefni að reikna út umferðarhávaða frá umferð ökutækja og leggja mat á flugumferðarhávaða, við útvegg og útisvæði fjölbýlishúss áætlað er að rísi við Pósthússtræti í Reykjanesbæ. 

nánar...
Flöskuskeytið Ásgeir Trausti

3/11/2017 : Ásgeir Trausti varpaði vínylplötu í hafið

Nú fyrir skömmu varpaði tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti 7“ vínylplötu í hafið úr þyrlu. Platan var í sérstöku flöskuskeyti sem er hannað og smíðað af Verkís. Skeytið er hluti af fjársjóðsleit sem tónlistarmaðurinn stendur fyrir um allan heim en þessi hluti verkefnisins hefur fengið nafnið Album in a Bottle.

nánar...
Neyðarkallinn

2/11/2017 : Verkís styrkir Landsbjörg með kaupum á neyðarkallinum

Verkís er stolt af því að hafa innan sinna raða starfsfólk sem vinnur óeigingjarnt starf í þágu björgunarsveita á Íslandi. 

nánar...
Skutulfjörður

2/11/2017 : Ástandsgreining fráveitukerfis á Vestfjörðum

Verkís tók að sér ástandsgreiningu fráveitukerfis sveitarfélagsins í þéttbýlisstöðunum á Ísafirði, Hnífsdal, Suðureyri, Flateyri og á Þingeyri, að undangenginni verðkönnun á vegum tæknideildar Ísafjarðarbæjar. 

nánar...
Lokahóf nemenda Kenía

1/11/2017 : Fimm nemar frá Kenía hjá Verkís

Síðustu vikur hafa fimm nemar frá Kenía verið hjá Verkís og lært um gufuveitur og hlotið þjálfun í gerð hagkvæmnisathugana fyrir baðlón.

nánar...
Hlíðarfjall

26/10/2017 : Verkís tekur þátt í uppbyggingu í Hlíðarfjalli

Félag um framtíðaruppbyggingu í Hlíðarfjalli var stofnað á Akureyri í gær, miðvikudaginn 26. október.  Félagið nefnist Hlíðarhryggur ehf. en að því standa Verkís, Sannir landvættir, Íslensk verðbréf, Yrki arkitektar, Akureyrarbær og umsýslufélagið Verðandi. 

nánar...
Bryggjuhverfið

20/10/2017 : Deiliskipulag fyrir Bryggjuhverfi vestur kynnt

Verkís hefur ásamt Arkís og Landslagi skilað inn drögum að deiliskipulagi fyrir Bryggjuhverfi vestur og hefur umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar kynnt drögin. 

nánar...
CE merkingar

19/10/2017 : Togbraut fyrir vörur – Tækniskjöl vegna CE-merkingar

Verkís tók að sér að útbúa tækniskjöl vegna CE-merkingar á togbraut fyrir vörur sem uppsetningarverktakinn Köfunarþjónustan ehf. notar til að flytja vörur og búnað frá grunnplani upp á vinnusvæðið í fjallshlíðinni á Siglufirði. 

nánar...
Laxárvirkjun

13/10/2017 : Endurbótum á Laxárvirkjun III lokið

Endurbótum á Laxárvirkjun III er lokið og standa vonir til að áratugalangur rekstrarvandi virkjunarinnar sé nú úr sögunni. Verkís lagði til nýja lausn á rekstrarvandanum en hún fólst í breytingum á inntaki og stíflu virkjunarinnar án vatnsborðshækkunar. 

nánar...
Arctic Circle 2017

13/10/2017 : Verkís tekur þátt í Arctic Circle 2017

Verkís tekur þátt í ráðstefnunni Arctic Circle sem fer fram í Hörpu dagana 13. – 15. október. Verkís skipuleggur tvær málstofur í dagskránni í samstarfi við EFLU, Mannvit og Landsvirkjun Power.

nánar...
Alexandros

12/10/2017 : Velheppnaður morgunverðarfundur um BIM

Hátt í sjötíu manns sóttu velheppnaðan morgunverðarfund sem haldinn var af Verkís í samstarfi við Autodesk í dag, fimmtudaginn 12. október. Fundurinn bar yfirskriftina Hagræðing í mannvirkjagerð með BIM

nánar...
Glerártorg lýsing

12/10/2017 : Glerártorg lýst upp með bleiku

Lýsingarteymi Verkís hefur lokið við hönnun nýrrar lýsingar við Glerártorg á Akureyri. Lýsingarkerfið býður upp á marga spennandi möguleika til að glæða húsið lífi og er meðal annars hægt að lýsa það upp með hinum ýmsu litum. 

nánar...
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Verkís bás

6/10/2017 : Fjármálaráðstefna Sveitarfélaga 2017

Verkís tók þátt í Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í ár en ráðstefnunni lauk í dag. Þar kynntu starfsmenn Verkís þá viðtæku þjónustu sem fyrirtækið býður sveitarfélögum.

nánar...
Síða 2 af 6