Fréttir: janúar 2018

Fyrirsagnalisti

Akurey

31/1/2018 : Sjálfvirka lestarkerfið í Akurey virkaði hnökralaust

Akurey AK 10, ísfisktogari HB Granda, fór í sinn fyrsta túr í síðustu viku eftir að sjálfvirkt lestarkerfi var sett í skipið og millidekkið innréttað. Verkís vann að hönnun stýringa, forritun og gagnsetningu kerfisins fyrir Skagann 3X. Samskonar kerfi var komið fyrir í Engey RE, systurskipi Akureyjar, á síðasta ári.

nánar...
Stjórnarráðið lýsing

29/1/2018 : Lýsingarhönnun Verkís hlýtur tvær viðurkenningar

Búið er að tilkynna um sigurvegara 2017 LIT Lighting Design Awards og hlaut lýsingarteymi Verkís tvær viðurkenningar, „Honorable Mention“, í flokknum Exterior Architectural lighting. Um er að ræða lýsingarhönnun Stjórnarráðsins og Glerártorgs. 

nánar...
Laugarvegur 13 lýsing

25/1/2018 : Verkís hannar lýsingu fyrir Laugaveg 13

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir viðgerðir og viðhald á húsinu Laugavegi 13 í miðbæ Reykjavíkur. Húsið var jafnframt lýst upp og nýtur þessi glæsilega byggingin sín afar vel í skammdeginu. Verkís hannaði lýsinguna og sá um eftirlit með framkvæmdum.

nánar...
Gæsin Áslaug

24/1/2018 : Gæsin Áslaug flug á raflínu og drapst

Heiðagæsin Áslaug, ein þeirra fimm gæsa sem voru merktar á Vesturöræfum í sumar, er öll. Hún komst til vetrarstöðvanna á Bretlandi í haust, líkt og hinar fjórar gæsirnar og hafði það gott þar. Áslaug varð aftur á móti fyrir því óláni að fljúga á raflínu í Skotlandi fyrr í þessum mánuði og drapst við það.

nánar...
Verk og vit 2016

8/1/2018 : Verkís verður á Verk og vit 2018

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í Laugardalshöll dagana 8. - 11. mars næstkomandi. Verkís verður með kynningarbás sem staðsettur er á svæði C5. 

nánar...
Verkís forsíðumynd

5/1/2018 : Verkís leitar að fagstjóra brunahönnunar

Við erum að leita að reyndum brunahönnuði til að vera í forsvari fyrir ráðgjöf Verkís um brunahönnun og brunavarnir ásamt því að leiða brunahönnunarteymi okkar. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling.

nánar...
Starfsmanna forsíðumynd

3/1/2018 : Sumarstörf 2018

Opið er fyrir umsóknir um sumarstörf á ráðningarvef Verkís og geta háskólanemar lagt þar inn umsókn. 

nánar...
Selfossveitur

2/1/2018 : Samið við Selfossveitur

Selfossveitur bs. á Selfossi hafa samið við Verkís um hönnun á nýrri aðalheitavatnsdælustöð og heitavatnsgeymi sem fyrirhugað er að byggja á lóð Selfossveitna að Austurvegi 67, á Selfossi.

nánar...