Fréttir
Fréttir: janúar 2018
Fyrirsagnalisti

Sjálfvirka lestarkerfið í Akurey virkaði hnökralaust
Akurey AK 10, ísfisktogari HB Granda, fór í sinn fyrsta túr í síðustu viku eftir að sjálfvirkt lestarkerfi var sett í skipið og millidekkið innréttað. Verkís vann að hönnun stýringa, forritun og gagnsetningu kerfisins fyrir Skagann 3X. Samskonar kerfi var komið fyrir í Engey RE, systurskipi Akureyjar, á síðasta ári.
nánar...
Lýsingarhönnun Verkís hlýtur tvær viðurkenningar
Búið er að tilkynna um sigurvegara 2017 LIT Lighting Design Awards og hlaut lýsingarteymi Verkís tvær viðurkenningar, „Honorable Mention“, í flokknum Exterior Architectural lighting. Um er að ræða lýsingarhönnun Stjórnarráðsins og Glerártorgs.
nánar...
Verkís hannar lýsingu fyrir Laugaveg 13
Undanfarna mánuði hafa staðið yfir viðgerðir og viðhald á húsinu Laugavegi 13 í miðbæ Reykjavíkur. Húsið var jafnframt lýst upp og nýtur þessi glæsilega byggingin sín afar vel í skammdeginu. Verkís hannaði lýsinguna og sá um eftirlit með framkvæmdum.
nánar...
Gæsin Áslaug flug á raflínu og drapst
Heiðagæsin Áslaug, ein þeirra fimm gæsa sem voru merktar á Vesturöræfum í sumar, er öll. Hún komst til vetrarstöðvanna á Bretlandi í haust, líkt og hinar fjórar gæsirnar og hafði það gott þar. Áslaug varð aftur á móti fyrir því óláni að fljúga á raflínu í Skotlandi fyrr í þessum mánuði og drapst við það.
nánar...
Verkís verður á Verk og vit 2018
Stórsýningin Verk og vit verður haldin í Laugardalshöll dagana 8. - 11. mars næstkomandi. Verkís verður með kynningarbás sem staðsettur er á svæði C5.
nánar...
Verkís leitar að fagstjóra brunahönnunar
Við erum að leita að reyndum brunahönnuði til að vera í forsvari fyrir ráðgjöf Verkís um brunahönnun og brunavarnir ásamt því að leiða brunahönnunarteymi okkar. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling.
nánar...
Sumarstörf 2018
Opið er fyrir umsóknir um sumarstörf á ráðningarvef Verkís og geta háskólanemar lagt þar inn umsókn.
nánar...
Samið við Selfossveitur
Selfossveitur bs. á Selfossi hafa samið við Verkís um hönnun á nýrri aðalheitavatnsdælustöð og heitavatnsgeymi sem fyrirhugað er að byggja á lóð Selfossveitna að Austurvegi 67, á Selfossi.
nánar...