Fréttir: febrúar 2018

Fyrirsagnalisti

Holmen sundhöll

28/2/2018 : Sundhöllin Holmen tilnefnd til norsku varmadæluverðlaunanna

Sundhöllin Holmen í Asker í Noregi hefur verið tilnefnd til norsku Varmadæluverðlaunanna 2018 í flokki bygginga. 

nánar...
Flöskuskeytið punktur

28/2/2018 : Flöskuskeytið komið norður fyrir heimskautsbaug

Flöskuskeytið hefur nú náð þeim áfanga að komast norður fyrir heimskautsbaug. Í umhleypingum síðustu vikna sigldi skeytið hraðbyri norður en um helgina má gera ráð fyrir að vindur snúist og skeytið sigli aftur í suður. 

nánar...
Lífshlaupið verðlaun 2018

27/2/2018 : Verkís sigurvegari í Lífshlaupinu 2018

Verkís fór með sigur af hólmi í flokki fyrirtækja með 150 - 399 starfsmenn í Lífshlaupinu í ár. Var Verkís bæði með hæsta hlutfall daga og mínútna. 

nánar...
Grænland sundlaug

23/2/2018 : Sundlaug inni í kletti á Grænlandi

Í lok síðasta árs lauk Verkís við frumhönnun á sundlaug sem fyrirhugað er að byggja inni í klettahæð í bænum Sisimiut á Grænlandi. Verkís vann einnig kostnaðarmat og skilaði bergtæknilegum útreikningum ásamt túlkun jarðfræðirannsókna. Í byrjun árs var ákveðið að bjóða verkið út í alútboði sumarið 2018. 

nánar...
Umhverfisstofnun

20/2/2018 : Verkís segir frá umbótum í rekstri

Verkís leggur sig fram við að reka samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Undanfarin ár hafa markmiðin meðal annars snúist um að reyna að huga betur að innkaupamálum, að velja umhverfisvottaðar vörur þar sem það er hægt.

nánar...
Rafkerfahönnuður

16/2/2018 : Verkís leitar að rafkerfahönnuði

Við erum að leita að rafkerfahönnuði í rafkerfa- og lýsingarhóp Byggingarsviðs. Starfið felst í hönnun rafkerfa fyrir ýmsar gerðir mannvirkja, ráðgjöf og aðstoð við viðhald og endurnýjun rafkerfa

nánar...
Öryggishandbók

15/2/2018 : Verkís vinnur öryggishandbók fyrir SFS

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa gefið út öryggishandbók sem aðgengileg er á netinu. Bókinni er ætlað að vera uppflettirit fyrir starfsfólk sem sinnir öryggismálum í fiskvinnslum. Verkís skrifaði bókina í samvinnu við öryggishóp SFS.

nánar...
Holmen sundhöll

13/2/2018 : Íslensk hönnun tilnefnd til verðlauna í Noregi

Sundlaugin Holmen í Asker í Noregi hefur verið tilnefnd sem bygging ársins 2017 af Samtökum atvinnulífsins í Noregi (NHO). 

Sundlaugin er hönnuð af Arkís arkitektum og Verkís. Verkís er heildarráðgjafi verkefnisins en Arkís arkitektar hafa séð um alla arkitektahönnun. Verkefninu var stýrt af OP-Verkis í Osló.

nánar...
Grundarfjörður

12/2/2018 : Ein fullkomnasta fiskvinnsla í Evrópu

Að undanförnu hefur Verkís komið að hönnun nýbyggingar fyrir Guðmund Runólfsson hf. í Grundarfirði og kallast verkefnið G.Run. fiskvinnsla. Að sögn stjórnenda G.Run verður þetta ein fullkomnasta fiskvinnsla í Evrópu. 

nánar...

9/2/2018 : Martina Frattura kynnir verkefnið A Beautiful Light

Ítalski lýsingarhönnuðurinn Martina Frattura heimsækir Verkís í næstu viku. Hún vinnur að rannsóknarverkefninu A Beautiful Light, eða Fallegt ljós og mun halda kynningu á verkefninu hjá Verkís.

nánar...
Framadagar bás

8/2/2018 : Verkís á Framadögum 2018

Framadagar eru haldnir árlega í Háskólanum í Reykjavík með það að markmiði að gefa háskólanemum tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika á sumarstörfum, framtíðarstörfum eða verkefnavinnu.

nánar...
Súðavík

5/2/2018 : Vinna við aðalskipulag Súðavíkurhrepps

Verkís heldur nú utan um vinnu við heildarendurskoðun á aðalskipulagi Súðavíkurhrepps. Í skipulaginu, sem á að gilda til ársins 2032, verður sett fram stefna sveitarstjórnar um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar. 

nánar...
Jafnlaunaúttekt

1/2/2018 : Verkís hlýtur Gullmerki PwC í annað sinn

Verkís hlaut nýverið gullmerki PwC fyrir jafnlaunaúttekt sem greinir hvort kynbundinn launamunur sé innan fyrirtækja þegar tekið hefur verið tillit til þátta sem hafa áhrif á laun, s.s. menntunar, starfsaldurs, vinnustunda og starfshóps. 

nánar...