Fréttir: mars 2018

Fyrirsagnalisti

Flöskuskeytið punktur

27/3/2018 : Flöskuskeytið aðeins 30 kílómetra frá landi

Flöskuskeyti með vínylplötu Ásgeirs Trausta, eða Album in a bottle, er nú aðeins um þrjátíu kílómetra frá landi, nánar tiltekið Austfjörðum Íslands. Skeytið hefur ekki komið svo nálægt landi frá því að það sigldi framhjá Snæfellsnesi á fyrstu vikunum eftir að því var varpað í sjóinn í byrjun nóvember.

nánar...
Bláskógarbyggð undirritun

27/3/2018 : Verkís vinnur að hönnun nýs leikskóla í Bláskógabyggð

Verkís vinnur að hönnun nýs leikskóla fyrir Bláskógabyggð í samstarfi við VA Arkitekta. Um er að ræða um það bil 530 m² leikskóla með þremur deildum og sér Verkís um hönnun og ráðgjöf vegna allra verkfræðiþátta.

nánar...
Salernin í Mjódd

26/3/2018 : Salernisaðstaða í Mjódd tekin í notkun á ný

Á föstudag voru almenningssalerni í skiptistöð Strætó í Mjódd opnuð á ný við formlega athöfn. Einkahlutafélagið Sannir landvættir, sem er í eigu Verkís og Bergrisa, mun sjá um rekstur salernisins.

nánar...
Perlan

23/3/2018 : Opna stjörnuver í einum af tönkum Perlunnar

Í haust er stefnt að því að opna nýtt, hátæknivætt stjörnuver í einum af tönkum Perlunnar. Verkís sér um alla verkfræðihönnun við gerð stjörnuversins í samvinnu við Reykjavíkurborg, Perlu norðursins og Bowen Technovation.

nánar...
snjallsími

22/3/2018 : Einu tonni af gulli hent á hverju ári

Keshav Parajuly, doktor í umhverfisverkfræði við háskólann á Suður-Jótlandi, hélt erindi í höfuðstöðvum Verkís sl. þriðjudag. Erindið fjallaði um rannsókn hans á virði og afleiðingum af raftækjaúrgangi með áherslu á verðmæti málma.

nánar...
Ofanleiti Verkís

20/3/2018 : Keshav Parajuly heldur fyrirlestur um lífsferil raftækja

Verkís og Samtök iðnaðarins bjóða upp á fræðsluerindi um lífsferil raftækja miðvikudaginn 21. mars kl. 9:00-9:45 í höfuðstöðvum Verkís að Ofanleiti 2 í Reykjavík. 

nánar...
Lýsingarverðlaun

15/3/2018 : Lýsingarteymi Verkís hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin

Teymið hlaut verðlaun í Opnum flokki fyrir lýsingarhönnun á Borgarverunni, sýningu sem haldin var í Norræna húsinu. 

nánar...
Holmen sundhöll bygging ársins 2017

15/3/2018 : Sundhöllin Holmen valin Bygging ársins 2017 í Noregi

Sundhöllin Holmen í Asker í Noregi var í gær valin Bygging ársins 2017 af Samtökum atvinnulífsins í Noregi (NHO). 

nánar...
Aðgengisverðlaun Rvk

13/3/2018 : Hlutu aðgengisverðlaun Reykjavíkurborgar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti Aðgengisverðlaun Reykjavíkurborgar í ár á málþingi Öryrkjabandalagsins í gær. 

nánar...
Tjaldur

12/3/2018 : Tjaldurinn mættur á þak Verslunarskólans

Tjaldurinn, hinn eini sanni, er mættur á þak Verslunarskóla Íslands en hann er vorboði í huga starfsfólks Verkís. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur, fylgist grannt með þakinu á þessum tíma árs og kom hann auga á tjaldinn í dag.

nánar...
Starfsmanna forsíðumynd

9/3/2018 : Verkís leitar að öflugum liðsmönnnum

Verkís óskar eftir að ráða byggingarverkfræðing eða byggingartæknifræðing í starfsstöð fyrirtækisins á Akranesi, Borgarnesi og/eða Stykkishólmi. 

nánar...
Sýndarveruleiki

6/3/2018 : Hittumst á Verk og vit 2018!

Sýningin Verk og vit hefst í Laugardalshöll næstkomandi fimmtudag, 8. mars. Verkís verður með kynningarbás á sýningunni sem staðsettur er á svæði C50. Starfsfólk okkar stendur vaktina í básnum og kynnir þá þjónustu sem við höfum upp á að bjóða.  

nánar...
Strandbúnaður 2018

5/3/2018 : Verkís tekur þátt í ráðstefnunni Strandbúnaður 2018

Verkís tekur þátt í ráðstefnunni Strandbúnaður 2018. Í ár verður ráðstefnan haldin dagana 19.-20. mars á Grand Hótel í Reykjavík. 

nánar...