Fréttir: apríl 2018

Fyrirsagnalisti

Gæsir í fréttum

30/4/2018 : Ný þekking á háttalagi gæsa vegna kortlagningu ferða þeirra

Heiðagæsir sem hafa borið staðsetningartæki í allan vetur eru komnar til landsins eftir að hafa dvalið í Bretlandi í vetur. Arnór Þórir Sigfússon, fuglafræðingur hjá Verkís, segir að með því að kortleggja ferðir þeirra hafi þegar orðið til ný þekking á háttalagi gæsanna. 

nánar...
Umferðaröryggi

26/4/2018 : Betri stillingar og aukin stýring á umferðarljósum geti bætt flæði

Verkís vann nýlega greiningu á umferðarástandi á stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðsins í samstarfi við fyrirtækið Viaplan. Greiningunni var ætlað að varpa ljósi á umferðaraðstæður á annatímum á einstökum götuköflum og gatnamótum. 

nánar...
Svartsengi

24/4/2018 : Verkís tekur þátt í IGC 2018

Ráðstefnan Iceland Geothermal Conference hefst í dag, 24. apríl og stendur fram á föstudag. IGC 2018 er haldin í Hörpu og verður Verkís er með bás á sýningarsvæðinu. 

nánar...
Þeistareykir

23/4/2018 : Þeistareykjavirkjun komin í fullan rekstur

Seinni vélasamstæða Þeistareykjavirkjunar hefur nú verið tekin í notkun og er virkjunin því komin í fullan rekstur. Um er að ræða 90 MW gufuaflsvirkjun sem byggð var í tveimur 45 MW áföngum. Fyrri áfanginn var gangsettur 17. nóvember á síðasta ári.

nánar...
Vigdísar hús

23/4/2018 : Verkís tekur þátt í Vistbyggðardeginum

Fimmtudaginn 26. apríl nk. fer Vistbyggðardagurinn fram í Veröld – Húsi Vigdísar. Elín Vignisdóttir, landfræðingur hjá Verkís, verður með erindi ásamt fulltrúum EFLU og Mannvits.

nánar...
Ásvallarlaug

19/4/2018 : Ásgarðslaug tekin í notkun á ný

Ásgarðslaug í Garðabæ verður opnuð á ný við hátíðlega athöfn í dag, sumardaginn fyrsta. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á lauginni að undanförnu. Verkís sá um hönnun, umsjón og eftirlit verksins.

nánar...
Harpa

17/4/2018 : Verkís tekur þátt í hljóðvistarráðstefnu í Reykjavík

Þessa dagana fer ráðstefna BNAM, Baltic-Nordic Acoustics Meeting, um hljóðvistarmál fram í Hörpu. Hana sækja fagaðilar, nemendur og sérfræðingar á sviði hljóðtengdra mála. Starfsfólk Verkís tekur virkan þátt í ráðstefnunni, meðal annars með því að flytja erindi og sitja í skipulagsnefnd ráðstefnunnar.

nánar...
Sjóböðin á Húsavík

16/4/2018 : Sjóböðin á Húsavík - Yfirlitsmyndband frá verkstað

Unnið er að byggingu sjóbaðanna á Húsavík en stefnt er að opnun þeirra á þessu ári. Verkís sér um alla verkfræðihönnun við verkefnið. 

nánar...
Höfuðstöðvar Orkuveitunnar

11/4/2018 : Verkís gerir fjórtán rammasamninga við OR

Sveinn I. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, skrifaði í dag undir fjórtán rammasamninga við Orkuveituna. Samningarnir gilda í þrjú ár með heimild til framlengingar um eitt ár í senn í fimm ár. Samningur getur því lengst gilt í átta ár.

nánar...
Skarðshlíðarskóli

6/4/2018 : Í nógu að snúast í eftirlitsverkefnum hjá Verkís

Þessa dagana er Verkí með mörg áhugaverð eftirlitsverkefni í gangi. Á höfuðborgarsvæðinu má til að mynda nefna þrjú verkefni þar sem Verkís sinnir umsjón og framkvæmdaeftirliti.

nánar...
Dagur verkfræðinnar

4/4/2018 : Verkís tekur þátt í Degi verkfræðinnar 2018

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í fjórða sinn föstudaginn 6. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. 

nánar...
Reykjavík yfirlitsmynd

4/4/2018 : Verkís tekur þátt í ráðstefnu NTI á Íslandi

Fyrsta ráðstefna NTI á Íslandi verður haldin þann 12. apríl á Grand Hótel í Reykjavík. Fyrirtækið NTI sinnir þeim verkfræðistofum sem eru einna fremst í notkun á BIM í dag.

nánar...
Breiðdalsvík

3/4/2018 : Flöskuskeytið fannst við Breiðdalsvík

Sigrún Sigurpálsdóttir, fjögurra barna móðir og þekktur þrifasnappari á Egilsstöðum, fann flöskuskeyti Verkís með vínylplötu Ásgeirs Trausta við Breiðdalsvík á Austurlandi í gær. 

nánar...