Fréttir: maí 2018

Fyrirsagnalisti

31/5/2018 : Verkís hlýtur gullvottun Hjólafærni

Verkís hlaut nýlega gullvottun Hjólafærni. Félagið Hjólafærni miðar að því að auka öryggi hjólreiðamanna í umferðinni. 

nánar...
Slökkvitækjaæfing Ofanleiti

29/5/2018 : Öryggisdagur Verkís tókst vel til

Árlegur öryggisdagur Verkís var haldinn í höfuðstöðvum Verkís í Ofanleiti 2 í dag. Í ár var dagurinn tileinkaður samfélagslegri ábyrgð. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá þar sem lögð var áhersla á öryggi, heilsu og umhverfi.

nánar...
Hjólað í vinnuna viðurkenning 2018

25/5/2018 : Verkís í þriðja sæti í Hjólað í vinnuna

Í ár endaði Verkís í þriðja sæti í keppninni Hjólað í vinnuna. Verðlaunin voru afhent í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. 

nánar...
Gróðureldar

25/5/2018 : Hætta á gróðureldum hefur aukist á undanförnum árum

Stýrihópur um forvarnaaðgerðir gegn gróðureldum á Íslandi kynnti í gær nýjan bækling og vefsíðu þar sem lögð er áhersla á forvarnir og fyrstu viðbrögð við gróðureldum. Verkís á tvo fulltrúa í hópnum, Dóru Hjálmarsdóttur, sérfræðing í öryggismálum og Hauk Þór Haraldsson, viðskiptastjóra. 

nánar...
Dælustöð á Akranesi

18/5/2018 : Hreinsistöð Veitna á Akranesi tekin í notkun

Ný hreinsistöð Veitna á Akranesi var formlega tekin í notkun á miðvikudag. Vinna við verkið hófst árið 2006 en hlé var gert á því árið 2010. Frá því að verkinu var haldið áfram í byrjun árs 2015 hefur hönnun og eftirlit verið í höndum Verkís. 

nánar...
Atvinna auglýsing

17/5/2018 : Verkís leitar að útibússtjóra

Við leitum að reyndum verkfræðingi eða tæknifræðingi í stöðu útibússtjóra starfsstöðvar Verkís á Akureyri. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling. 

nánar...
Morgunverðarfundur Holmen

17/5/2018 : Velheppnaður Morgunverðarfundur um Holmen

Í gær stóð Verkís fyrir morgunverðarfundi um sundhöllina Holmen sem nýlega var valin Bygging ársins 2017 í Noregi. Á fundinum voru flutt sex erindi sem sýndu verkefnið frá hinum ýmsu hliðum.

nánar...
Hótel Örk

15/5/2018 : Verkís með þrjú erindi á Fagþingi Samorku

Fagþing hita-, vatns og fráveitna 2018 fer fram á Hótel Örk í Hveragerði dagana 23. – 25. maí. Það er Samorka sem stendur fyrir þinginu en þar verða flutt um 80 erindi sem taka á helstu viðfangsefnum veitna í dag og til framtíðar.

nánar...
Eftirlit með framkvæmdum

14/5/2018 : Verkís leitar að öflugum liðsmanni á Austurlandi

Verkís óskar eftir því að ráða byggingarverkfræðing eða byggingartæknifræðing í starfsstöð fyrirtækisins á Austurlandi. 

nánar...
Holmen sundhöll

9/5/2018 : Verkís heldur morgunverðarfund um sundhöllina Holmen

Miðvikudaginn 16. maí heldur Verkís morgunverðarfund sem ber yfirskriftina Sundhöllin Holmen - Bygging ársins í Noregi 2017. Þar verða fluttir fjölbreyttir og fræðandi fyrirlestrar um hina ýmsu þætti verksins auk þess sem gestum stendur til boða að virða bygginguna fyrir sér í sýndarveruleika. 

nánar...
Rannsóknarhús

8/5/2018 : Verkís fær útboðsgögn vegna fullnaðarhönnunar nýs rannsóknarhúss

Nýr Landspítali ohf., í samstarfi við Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins, hefur afhent fjórum hönnunarteymum útboðsgögn vegna fullnaðarhönnunar nýs 15.500 m² rannsóknarhúss sem hefst í sumar. 

nánar...
Digranesvegur 4

7/5/2018 : Þúsund fermetra þjónustumiðstöð rís í Borgarnesi

Búið er að taka fyrstu skóflustunguna að þúsund fermetra þjónustumiðstöð í Borgarnesi. Þar er fyrirhugað að verði til húsa verslanir og veitingahús. Verkís sá um alla verkfræðihönnun hússins.

nánar...