Fréttir
Fréttir: ágúst 2019
Fyrirsagnalisti

Verkís leitar að útibússtjóra á Vesturlandi
Við leitum að reyndum verkfræðingi eða tæknifræðingi í stöðu útibússtjóra starfsstöðva Verkís á Vesturlandi með aðsetur í Borgarnesi eða á Akranesi. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling.
nánar...
Verkís tekur þátt í Evrópsku jarðtækniráðstefnunni í Hörpu
Evrópska jarðtækniráðstefnan (ECSMGE 2019) verður haldin í Hörpu dagana 1. – 6. september 2019. Yfirskrift hennar er „Jarðtækni, undirstaða framtíðarinnar“ og er þetta í fyrsta skipti sem ráðstefnan er haldin á Íslandi.
nánar...
Sjóböðin á lista Time yfir 100 áhugaverðustu staði heims
Sjóböðin á Húsavík eru á lista tímaritsins Time Magazine yfir hundrað áhugaverðustu staði í heiminum til að heimsækja í ár og eru þau eini íslenski staðurinn á listanum. Verkís sá um alla verkfræðihönnun sjóbaðanna.
nánar...
Lið Verkís annað íslenskra liða á HM í rafbílarallýi
Lið Verkís hafnaði í sjötta sæti af tíu liðum í heimsmeistaramótinu í rafbílarallýi sem fór fram í gær og í dag hér á landi. Þau Ragnar Haraldsson og Hlíf Ísaksdóttir voru í næst efsta sæti af íslensku liðunum og aðeins 0,7 sekúndu frá efsta sætinu.
nánar...
Verkís sendir lið á heimsmeistaramót í rafbílarallýi
Í dag og á morgun fer fram annað heimsmeistaramótið í rafbílarallýi sem hefur verið haldið hér á landi. Markmið þess er m.a. að hvetja ökumenn til að breyta akstri sínum með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni bílaumferðar með því að nota rafmagn sem drifkraft ökutækja. Ragnar Haraldson og Hlíf Ísaksdóttir munu taka þátt fyrir hönd Verkís og aka e-Golf, bíl í eigu fyrirtækisins.
nánar...
Sé hindrunum rutt úr vegi hættir fötlun að skipta máli
Sigþór U. Hallfreðsson, iðntæknifræðingur hjá Verkís og formaður Blindafélagsins, segir að brúa þurfi bilið á milli skólagöngu og atvinnu. Það sé atvinnurekenda að skapa aðstæðurnar og gefa fólki tækifæri. Sjálfur er hann með 5-10% sjón og segir að hjá Verkís hafi honum verið búið starfsumhverfi sem hentar.
nánar...
Ekki vitað hvort grágæsin þolir veiðiálagið
Rannsókn á ungahlutfalli íslenskra grágæsa fær ekki lengur styrk og því er ekki lengur vitað um viðkomu gæsa hér á landi og hvort gæsin þolir veiðiálagið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali í Morgunblaðinu við Arnór Þóri Sigfússon, dýravistfræðing á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís, sem fylgst hefur með hegðun gæsa í mörg ár.
nánar...
Verkís tekur þátt í IIGCE 2019
Jarðhitaráðstefnan Indonesia International Geothermal Convention and Exhibition verður haldin í sjöunda skipti í Jakarta í Indónesíu dagana 13. – 15. ágúst.
nánar...
Vilja taka fyrsta skrefið frítt með Verkís
Í lok júlí kynnti Verkís þjónustu við húsfélög fjöleignarhúsa sem felur í sér að þau taka fyrsta skrefið frítt með verkfræðistofunni þegar sótt er um styrk í sjóð Reykjavíkurborgar og OR vegna uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla.
nánar...