Fréttir: nóvember 2019

Fyrirsagnalisti

Fjölnota íþróttahús ÍR í Mjódd

28/11/2019 : Fjölnota íþróttahús ÍR-inga rís í Mjódd

Nýtt fjölnota íþróttahús ÍR er nú óðum að rísa í Mjódd. Þar verður hálfur knattspyrnuvöllur og aðstaða fyrir æfingar í frjálsum íþróttum. 

nánar...
Vífilsbúð útilífsmiðstöð

27/11/2019 : Framkvæmdir ganga vel við Vífilsbúð

Framkvæmdir ganga vel við Vífilsbúð, nýja útilífsmiðstöð skátafélagsins Vífils í Garðabæ við Grunnuvötn í Heiðmörk og er fyrirhugað að taka skálann í gagnið næsta vor. Verkís sér um alla burðarþols- og lagnahönnun ásamt brunatæknilega hönnun.

nánar...
Anna María Þráinsdóttir útibússtjóri

27/11/2019 : Vill efla starfssemi Verkís á Vesturlandi

Anna María tók við sem útibússtjóri Verkís á Vesturlandi um síðastliðin mánaðarmót. Hún er spennt fyrir nýja verkefninu og lítur björtum augum til framtíðar. 

nánar...
Samningur við Landsnet

21/11/2019 : Verkís undirritar rammasamning við Landsnet

Í morgun skrifuðu Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets og fulltrúar sjö verkfræðistofa undir rammasamninga um verkfræðiráðgjöf.

nánar...
Jón og Sæmundur SATS

19/11/2019 : Verkís tók þátt í haustfundi SATS

Föstudaginn 15. nóvember tók Verkís þátt í árlegum haustfundi SATS. Jón Sæmundsson og Sigurður Andrés Þorvaldsson fluttu erindi um notkun þrívíddar. 

nánar...
Uranienborg_skole íþróttahús niður í jörðina

15/11/2019 : Íþróttahús við grunnskóla byggt tvær hæðir niður í jörðina

Fyrr á þessu ári tóku nemendur og starfsfólk Uranienborg skóla í Osló í Noregi nýtt fjölnota íþróttahús í notkun. Húsið, sem er á tveimur hæðum, er að öllu leyti neðanjarðar og nær um 13,5 m undir yfirborð. 

nánar...
Sjóböð GeoSea

12/11/2019 : Sjóböðin á Húsavík hljóta nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar í gær. Það voru sjóböðin á Húsavík sem hlutu verðlaunin í ár. Verkís sá um alla verkfræðihönnun, ráðgjöf og aðra vinnu á verktíma við gerð sjóbaðanna. 

nánar...
Fjölnota íþróttahús að Varmá

9/11/2019 : Vígsla fjölnota Íþróttahúss að Varmá

Í dag var íþróttahúsið að Varmá í Mosfellsbæ vígt til hátíðlega athöfn. Verkís var aðalráðgjafi við hönnun og byggingu hússins. 

nánar...
Hleðsla rafbíla akranes

5/11/2019 : Veita styrki vegna hleðslustöðva við fjöleignarhús á Akranesi

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í styrktarsjóð fyrir byggingu hleðslustöðva við fjöleignarhús á Akranesi. Um er að ræða samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Orkuveitu Reykjavíkur. Frestur vegna fyrstu úthlutunar er 1. desember 2019.

nánar...
Landtengingar skipa

5/11/2019 : Verkís fjallar um landtengingar skipa á Sjávarútvegsráðstefnunni

Fimmtudaginn 7. nóvember flytur Kjartan Jónsson, rafmagns- og rekstrariðnfræðingur hjá Verkís, erindið Rafmagns landtengingar stærri skipa á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin er í Hörpu. Verkís verður einnig með kynningarbás á ráðstefnunni. 

nánar...
LaxáIII

5/11/2019 : Hörn fjallar um endurbætur á Laxá III

Miðvikudaginn 6. nóvember verður ráðstefnan NNICOLD 2019 haldin í Osló í Noregi. Yfirskrift ráðstefnunnar er öryggi stífla í Finnlandi, á Íslandi, í Svíþjóð og Noregi.

nánar...
Anna María tekur við

4/11/2019 : Anna María nýr útibússtjóri Verkís á Vesturlandi

Síðastliðinn föstudag tók Anna María Þráinsdóttir, byggingarverkfræðingur hjá Verkís, við stöðu útibússtjóra fyrirtækisins á Vesturlandi af Gísla Karel Halldórssyni. Anna María verður staðsett í útibúi Verkís á Akranesi. 

nánar...
Umferðartækni

1/11/2019 : Slysum fækkaði eftir breytingar á umferðarljósum

Mikill ávinningur var af því að setja sérvarða vinstribeygjustrauma á þrjú fjölfarin gatnamót í Reykjavík. Eftir að breytingar voru gerðar á umferðarljósum gatnamótanna fækkaði vinstribeygjuslysum mikið og vakti sérstaklega eftirtekt hversu mikið slíkum slysum með meiðslum fækkaði.

nánar...