Jarðtækni ráðstefna

28/8/2019 : Verkís tekur þátt í Evrópsku jarðtækniráðstefnunni í Hörpu

Evrópska jarðtækniráðstefnan (ECSMGE 2019) verður haldin í Hörpu dagana 1. – 6. september 2019. Yfirskrift hennar er „Jarðtækni, undirstaða framtíðarinnar“ og er þetta í fyrsta skipti sem ráðstefnan er haldin á Íslandi. 

nánar...
Sjóböð GeoSea

26/8/2019 : Sjóböðin á lista Time yfir 100 áhugaverðustu staði heims

Sjóböðin á Húsavík eru á lista tímaritsins Time Magazine yfir hundrað áhugaverðustu staði í heiminum til að heimsækja í ár og eru þau eini íslenski staðurinn á listanum. Verkís sá um alla verkfræðihönnun sjóbaðanna.

nánar...
Rafbílarallý2019

24/8/2019 : Lið Verkís annað íslenskra liða á HM í rafbílarallýi

Lið Verkís hafnaði í sjötta sæti af tíu liðum í heimsmeistaramótinu í rafbílarallýi sem fór fram í gær og í dag hér á landi. Þau Ragnar Haraldsson og Hlíf Ísaksdóttir voru í næst efsta sæti af íslensku liðunum og aðeins 0,7 sekúndu frá efsta sætinu. 

nánar...
rafbílarallý

23/8/2019 : Verkís sendir lið á heimsmeistaramót í rafbílarallýi

Í dag og á morgun fer fram annað heimsmeistaramótið í rafbílarallýi sem hefur verið haldið hér á landi. Markmið þess er m.a. að hvetja ökumenn til að breyta akstri sínum með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni bílaumferðar með því að nota rafmagn sem drifkraft ökutækja. Ragnar Haraldson og Hlíf Ísaksdóttir munu taka þátt fyrir hönd Verkís og aka e-Golf, bíl í eigu fyrirtækisins.

nánar...
Sigþór viðtal Blindrafélagið gæðamál

18/8/2019 : Sé hindrunum rutt úr vegi hættir fötlun að skipta máli

Sigþór U. Hallfreðsson, iðntæknifræðingur hjá Verkís og formaður Blindafélagsins, segir að brúa þurfi bilið á milli skólagöngu og atvinnu. Það sé atvinnurekenda að skapa aðstæðurnar og gefa fólki tækifæri. Sjálfur er hann með 5-10% sjón og segir að hjá Verkís hafi honum verið búið starfsumhverfi sem hentar. 

nánar...
arnór gæs merkingar

15/8/2019 : Ekki vitað hvort grágæsin þolir veiðiálagið

Rannsókn á ungahlutfalli íslenskra grágæsa fær ekki lengur styrk og því er ekki lengur vitað um viðkomu gæsa hér á landi og hvort gæsin þolir veiðiálagið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali í Morgunblaðinu við Arnór Þóri Sigfússon, dýravistfræðing á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís, sem fylgst hefur með hegðun gæsa í mörg ár.

nánar...
Jarðvarmaráðstefna IIGCE 2019

12/8/2019 : Verkís tekur þátt í IIGCE 2019

Jarðhitaráðstefnan Indonesia International Geothermal Convention and Exhibition verður haldin í sjöunda skipti í Jakarta í Indónesíu dagana 13. – 15. ágúst. 

nánar...
Hleðsla rafbíla Fyrsta skrefið frítt

8/8/2019 : Vilja taka fyrsta skrefið frítt með Verkís

Í lok júlí kynnti Verkís þjónustu við húsfélög fjöleignarhúsa sem felur í sér að þau taka fyrsta skrefið frítt með verkfræðistofunni þegar sótt er um styrk í sjóð Reykjavíkurborgar og OR vegna uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla. 

nánar...
Fjölnota knatthús

29/7/2019 : Segir yfirbyggðu knatthúsin eiga þátt í árangrinum

Fjögur knatthús eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir og hefur Verkís aðkomu að byggingu þeirra allra. Fjallað var um fjölnota íþróttahús í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins á laugardaginn og árangurinn sem þau hafa skilað. 

nánar...
Gasgerðarstöð Jarðgerðarstöð

26/7/2019 : Vinnu við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi miðar vel

Hætt verður að urða heimilissorp þegar ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verður tekin í notkun snemma á næsta ári. Stöðin markar tímamót í sögu úrgangs á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt verður að því að endurvinna allt heimilissorp sem fellur til á höfuðborgarsvæðinu

nánar...
Marriott flugvallarhótel

19/7/2019 : 150 herbergja hótel í skipi á leið til Helguvíkur

Nýja Marriott flugvallarhótelið rís hratt í Reykjanesbæ um þessar mundir. Húsið, sem mun standa við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar, verður 150 herbergja og 6.000 m².

nánar...
Hjúkrunarheimili Eftirlit

18/7/2019 : Formleg opnun nýja Sólvangs

Í gær var nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi í Hafnarfirði opnað formlega. Um er að ræða fjögurra hæða byggingu auk kjallara sem í verða 60 dvalarrými auk hreyfisalar. Stærð byggingarinnar er í heildina um 4.500 m2Ráðgert er að fyrstu íbúarnir flytji inn í byrjun ágúst. 

Verkís sinnti framkvæmdaeftirliti og umsjón með uppsteypu, fullnaðarfrágangi og frágangi lóðar við verkefnið.

nánar...
Óðinstorg Lýsingarhönnun

17/7/2019 : Glæða Óðinstorg lífi

Í sumar hefur verið unnið af fullum krafti við endurgerð Óðinstorgs og nágrennis. Að framkvæmdunum loknum mun þetta vinsæla torg í Þingholtunum hafa tekið stakkaskiptum, breyst úr bílastæði í almannarými. Verkís sér um lýsingarhönnun, hönnun rafmagns, blágrænna ofanvatnslausna og snjóbræðslu. 

nánar...

15/7/2019 : SUMAROPNUN MÓTTÖKU VERKÍS Í OFANLEITI 2

Frá og með 15. júlí breytist opnunartími Verkís tímabundið vegna sumarleyfa starfsmanna.

nánar...
Hleðsla rafbíla

11/7/2019 : Ætlar húsfélagið þitt að sækja um styrk vegna hleðslubúnaðar?

Næstu þrjú ár verða veittar 120 milljónir í styrki til húsfélaga í Reykjavík sem ætla að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Mögulegt verður að sækja um allt að 1,5 milljón króna styrk og er frestur vegna fyrstu úthlutunar 1. september 2019. 

Til þess að umsóknin teljist gild þarf hún að uppfylla nokkur skilyrði og við hjá Verkís getum aðstoðað þig með það.

nánar...
Sundlaug keppni Verkís 2019

9/7/2019 : Hljóp síðustu metrana til að fara í sund í tíu mínútur

Í sumar fer sundlaugakeppni Verkís fram í áttunda skipti. Keppnin stendur yfir í þrjá mánuði, frá 1. júní til 31. ágúst og keppist starfsfólk fyrirtækisins um að prófa sem flestar laugar á þeim tíma í von um að sigra keppnina. Sumarið 2016 var met slegið þegar sigurvegararnir fóru í 64 laugar. 

nánar...
Síða 2 af 6