Fréttir
Fréttir: janúar 2020
Fyrirsagnalisti

Kynningarfundir Verkís á Akureyri og Sauðárkróki
Í gær hélt Verkís tvo kynningafundi um aðgengismál, umhirðu útisvæða og skipulagsmál á Akureyri og Sauðárkróki.
nánar...
Verkís opnar starfsstöð á Sauðárkróki
Verkís hefur opnað skrifstofu á Faxatorgi á Sauðárkróki í Skagafirði. Magnús Ingvarsson, byggingafræðingur, hefur verið ráðinn starfsmaður og er með fast aðsetur á Sauðárkróki. Hann tilheyrir útibúi Verkís á Akureyri.
nánar...
Verkís vinnur aðalskipulag Dalabyggðar
Fyrr í þessum mánuði skrifaði Verkís undir samning við sveitarfélagið Dalabyggð um endurskoðun aðalskipulags. Áætlað er að verkinu verði lokið í janúar 2022.
nánar...
Stefnt að útboði Vesturlandsvegar í sumar
Síðustu mánuði hefur Verkís unnið að forhönnun breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes og þegar henni lýkur tekur við verkhönnun. Lagt er upp með að bjóða verkið út í sumar, eða um leið og hönnunarvinna, samningur við landeigendur, umhverfismat og framkvæmdaleyfi er í höfn.
nánar...
Viðtal við Önnu Maríu í sérblaðinu Konur í atvinnulífinu
Viðtal við Önnu Maríu Þráinsdóttur, útibússtjóra Verkís á Vesturlandi, var í sérblaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun, fimmtudag 23. janúar.
nánar...
Verkís kemur að gerð deiliskipulags á Álftanesi
Verkís hefur frá árinu 2018 tekið þátt í gerð deiliskipulags á Álftanesi. Tillögur að deiliskipulaginu voru auglýstar í lok desember. Verkís mun halda áfram vinnu við verkefnið.
nánar...
Hægt að læra margt af flóðunum með nýrri tækni
Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri við Önundarfjörð að kvöldi 14. janúar sl. Annað þeirra féll úr Skollahvilft og hitt úr Innra-Bæjargili. Bæði flóðin fóru að hluta yfir snjóflóðavarnargarðana í hlíðinni fyrir ofan Flateyri. Þá féll einnig snjóflóð í Súgandafirði við Norðureyri um sama leyti.
nánar...
Verkís kemur að byggingu fjögurra yfirbyggðra tengivirkja
Í vetur vinnur Verkís að byggingu fjögurra tengivirkja hér á landi. Tengivirkin, sem eru öll yfirbyggð, eru á Austurlandi og í Skagafirði, þ.e. á Eskifirði og á Eyvindará og í Varmahlíð og á Sauðárkróki.
nánar...
Framkvæmdir hafnar við nýtt baðlón á Kársnesi
Verkís sér um brunahönnun og samþættingu laugarlagna á útisvæði og hitun lauga vegna nýs baðlóns á Kársnesi. Framkvæmdir eru þegar hafnar og stefnt er að því að opna baðlónið á næsta ári.
nánar...