Fréttir: apríl 2020

Fyrirsagnalisti

Tengivirki Varmahlíð

30/4/2020 : Þrjú spennandi eftirlitsverkefni

Þessa dagana sinna sérfræðingar okkar á Byggingarsviði og Orkusviði að eftirlitsverkefnum víðs vegar um landið. Þar má nefna eftirlit með uppsetningu og prófunum á rofa-, stjórn- og varnarbúnaði í tengivirkjum í Skagafirði, eftirlit með lagningu háspennustrengja í jörðu í austurhluta Reykjavíkurborgar og eftirlit vegna byggingar tengivirkis á Hnappavöllum í Öræfum.

nánar...
Endurnýjun lagna á Seljavegi

29/4/2020 : Unnið að endurnýjun lagna undir Seljavegi

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurnýjun lagna sem liggja undir Seljavegi í Reykjavík. Verkís fer með umsjón verksins fyrir Veitur. 

nánar...
Aðaltorg Hótel í Reykjanesbæ Marriott keðja

24/4/2020 : Margar nýjar lausnir við hönnun Aðaltorgs

Hótelið Aðaltorg, sem er hluti af Courtyard-keðju Marriott, reis á einu og hálfu ári og nú standa 150 herbergi tilbúin til að taka á móti gestum. Verkís sá um alla verkfræðihönnun byggingarinnar og ráðgjöf. 

nánar...
Brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi

22/4/2020 : Verkís hannar nýja brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi

Verkís skrifaði nýverið undir samning við Vegagerðina um fullnaðarhönnun á nýrri brú yfir Jökulsá á Sólheimsandi. Hönnunin kemur til með að tvöfalda veginn yfir ána og er liður í því að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins.

nánar...
arnór gæs merkingar

16/4/2020 : Gæsirnar hans Arnórs farnar að skila sér til landsins

Dýravistfræðingurinn Arnór Þórir Sigfússon byrjar dag hvern á því að huga að fuglunum sínum. Hann er þó hvorki bóndi né með páfagauka í stofunni heima, heldur einlægur áhugamaður um atferli gæsa og starfar hjá Verkís. Síðustu fjögur ár hefur hann merkt gæsir og fest á þær senda sem skila reglulega merkjum. Þannig getur Arnór, sem og allir aðrir, fylgst með ferðum þeirra í gegnum netið. Nú er sumarið framundan og gæsirnar farnar á tínast til landsins. 

nánar...
Hayley Douglas Landvörður flöskuskeyti

8/4/2020 : Flothylkið náði landi á Tiree í Skotlandi eftir 207 daga

Flothylki sem Guðmundur I. Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, varpaði í sjóinn úr varðskipinu Þór á síðasta ári er komið á land á eyjunni Tiree á Skotlandi. Hylkið var 207 daga á leiðinni og ferðaðist 6700 km.

nánar...
Mjólkárvirkjun smávirkjun

7/4/2020 : Margir álitlegir virkjanakostir á Vestfjörðum

Átján smávirkjanakostir á Vestfjörðum teljast hagkvæmir og fimmtán mögulega hagkvæmir samkvæmt niðurstöðum heildstæðrar frumúttektar á smávirkjanakostum sem Verkís vann fyrir Vestfjarðastofu. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu um verkefnið.

nánar...
Egill Skúli

1/4/2020 : Viðtal: Sjómaðurinn sem varð rafmagnsverkfræðingur og borgarstjóri

Egill Skúli Ingibergsson er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Í æsku gerði hann ráð fyrir að sjómennskan yrði hans ævistarf, líkt og annarra karlmanna í bænum. 

Það hvarflaði ekki að honum að hann myndi feta menntaveginn alla leið til Danmerkur, útskrifast sem rafmagnsverkfræðingur og seinna gegna starfi borgarstjóra um tíma.

nánar...
Ofanleiti 2 drónamynd

1/4/2020 : Breyttur opnunartími móttöku

Frá og með 1. apríl til 31. maí verður móttaka Verkís í Ofanleiti 2 opin frá kl. 10 - 15.