Fréttir
Fréttir: júlí 2020
Fyrirsagnalisti

Myndband: Fyrstu áfangar breikkunar Vesturlandsvegar
Hönnun fyrsta áfanga breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes er lokið og verður hann boðinn út í vikunni. Verkís sér um verkhönnun.
Fyrsti áfangi nær frá Varmhólum að Vallá en í heild snýr verkið að breikkun Vesturlandsvegar á um 9 km kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Í myndbandi sem fylgir fréttinni má sjá umfang framkvæmdanna.

Opnun móttöku Verkís í Ofanleiti 2 fram að verslunarmannahelgi
Frá og með næsta mánudegi, 13. júlí til föstudagsins 31. júlí, verður opnunartími móttöku O2 með breyttu sniði.
nánar...
Vilja kanna nýja aðferð við að meta sig á jarðvegi
Verkís hlaut nýverið styrk úr Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar vegna sigmælinga með LiDAR á þyrildi. Tilgangurinn er að skoða hvort hægt sé að nota búnaðinn til að meta sig á framkvæmdasvæðum í stað þeirra aðferða sem nú eru notaðar, eða sem stuðningur við núverandi aðferðir.
nánar...