Fréttir: október 2020

Fyrirsagnalisti

Dýrafjarðargöng

28/10/2020 : Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, opnaði Dýrafjarðargöng sl. sunnudag ásamt Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar. Verkís sá m.a. um hönnun veglínunnar að göngunum og fullhönnun vegarins fyrir utan göngin. 

nánar...
Viðtal við SIO Framúrskarandi fyrirtæki

22/10/2020 : Viðtal: Góður árangur erlendis byggir fyrst og fremst á sterkum heimamarkaði

Það má heyra á Sveini Inga Ólafssyni að það gleður hann að Verkís skuli hafa verið valið Framúrskarandi fyrirtæki sjö ár í röð. „Þessi viðurkenning sýnir að rekstur fyrirtækisins er traustur og stöðugur og er til marks um að við eigum að hafa þann kraft sem þarf til að halda ótrauð áfram,“ segir hann.

nánar...
Nye-Nidarohallen-Kamparena-LR

22/10/2020 : Verkís tekur þátt í undirbúningi vegna nýrrar þjóðarhallar fyrir handbolta og körfubolta

Verkís hefur að undanförnu tekið þátt í undirbúningsvinnu vegna nýrrar þjóðarhallar fyrir handbolta og körfubolta. Verkfræðistofan var fengin til þess að vinna greinargerð þar sem fyrirhuguðu mannvirki var lýst en það skal hannað eftir reglugerðum og stöðlum alþjóðlegra
íþróttasambanda með það fyrir augum að alþjóðlegir keppnisleikir geti farið fram í höllinni. 

nánar...
Autodesk

19/10/2020 : Verkís tekur þátt í ráðstefnu Autodesk

Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, tekur þátt í stafrænni ráðstefnu Autodesk fimmtudaginn 22. október nk. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Let‘s Build a Resilient Future“ og er þátttaka ókeypis.

nánar...
Brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi - hönnun

14/10/2020 : Fullnaðarhönnun á nýrri brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi lokið

Verkís hefur lokið fullnaðarhönnun nýrrar brúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Búið er að birta tölvumynd af nýju brúnni og hefur Vegagerðin óskað eftir tilboðum í smíði brúarinnar.

nánar...
Ofanleiti 2 drónamynd

7/10/2020 : Verkís enn og aftur Framúrskarandi fyrirtæki

Verkís er í hópi þeirra fyrirtækja sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja árið 2020 samkvæmt mati Creditinfo. Þetta er í sjöunda skipti sem fyrirtækið hlýtur vottunina. 

nánar...