Fréttir: maí 2021

Fyrirsagnalisti

Lega hugsanlegra gangna til Sior

31/5/2021 : Uppbygging nýs hverfis og innviða við Siorarsiorfik í Nuuk á Grænlandi

Nýlega kom út fertugasti árgangur Upp í vindinn, blaðs umhverfis- og byggingarverkfræðinema í Háskóla Íslands. Þar er meðal annars að finna grein eftir Jóhann Örn Friðsteinsson, jarðverkfræðing hjá Verkís, þar sem hann segir frá spennandi verkefni á Grænlandi. 

nánar...
Groðureldar

27/5/2021 : Verkís tekur þátt í vinnu starfshóps um varnir gegn gróðureldum

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur sett á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum. Hópnum er ætlað að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum um gróðurelda, einkum í formi forvarna og fræðslu. Verkís er meðal þeirra sem eiga fulltrúa í hópnum.

nánar...
Syðstu Meradalir

26/5/2021 : Reynsla af hraunrennslisvarnargörðum og garðarnir í Syðstu Meradölum

Verkís hannaði varnargarðana sem reistir voru í Syðstu Meradölum, sem einnig hefur verið kallaður Nafnlausidalur í fjölmiðlaumfjöllun síðustu vikna. Hönnunin var unnin í samstarfi fulltrúa Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og Eflu.

nánar...
Varnargarðar eldgos Syðstu Meradalir

26/5/2021 : Telja rétt að hefja vinnu við forvarnir á Reykjanesskaga

Ráðast þyrfti í umfangsmiklar aðgerðir til að verja innviði á Reykjanesskaga vegna eldsumbrota sem búast má við á næstu árum, áratugum og öldum. Verja þarf bæi, orkuver, heita- og kaldavatnslagnir og háspennulínur. Hópur, sem almannavarnir hefur kallað til, telur að rétt sé að hefja vinnu við forvarnir frekar en að bregðast við þegar eldgos er hafið.

nánar...
minnisblað eyjar 1973

26/5/2021 : Nýttu handskrifað minnisblað frá 1973 við ráðgjöf vegna Syðstu Meradala

„Við Þorkell vorum sendir út í Eyjar til þess að athuga hvað væri hægt að gera til þess að bjarga byggðinni, eða minnka líkur á stórslysi með byggðina,“ segir Pálmi R. Ragnarsson, byggingarverkfræðingur, en hann er einn af þeim sem hafa komið að vinnu vegna varnargarða sem voru reistir í Syðstu Meradölum/Nafnlausadal.

nánar...
Fundur í sýndarveruleika_1

25/5/2021 : Fjarfundir í sýndarveruleika reynast vel við hönnunarrýni og samræmingu

Í vor var nýr sýndarveruleikabúnaður tekinn í notkun hjá Verkís. Um er að ræða nýjan hugbúnað og sýndarveruleikagleraugu sem tengjast þráðlausu neti en ekki tölvu með snúru líkt og búnaðurinn sem Verkís notaði áður. 

nánar...
Nýsköpun í mannvirkjagerð

21/5/2021 : Nýsköpun í mannvirkjagerð: framkvæmdir til framtíðar

Verkís, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og  Byggingavettvangurinn bjóða til opinnar málstofu í samstarfi við Nýsköpunarvikuna föstudaginn 28. maí frá kl. 9 - 11.30. 

nánar...
horn-frettir-visir

18/5/2021 : Vilja hækka varnargarðana

Vinna við varnargarðana við eldgosið í Geldingadölum gengur vel. Í gær var verið að leggja lokahönd við að komast upp í fjóra metrana.

nánar...
ari-fréttir RÚV

15/5/2021 : Vinna hörðum höndum að gerð varnargarða í Geldingadölum

Aðfaranótt föstudags hófst vinna við gerð varnargarða við gosstöðvarnar í Geldingadölum og er stefnt að því að ljúka verkinu á morgun. Görðunum er ætlað að reyna að hefta för hrauntungunnar niður í Nátthaga en þaðan er leiðin greið niður á Suðurstrandarveg með tilheyrandi tjóni á innviðum og röskun á samöngum.

nánar...

14/5/2021 : Verkís leitar að burðarvirkjahönnuðum

Vegna aukinna verkefna viljum við fá fleira gott fólk til liðs við okkar öfluga hóp burðarvirkjahönnuða.

nánar...
Gróður_gróðureldar

12/5/2021 : Hvernig er hægt að koma í veg fyrir eða bregðast við gróðureldum?

Fyrr í þessari viku var í fyrsta skipti lýst yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Lítið hefur rignt á svæðinu sem um ræðir að undanförnu og hefur verið nokkuð um gróðurelda. 

nánar...
Skóflustunga_Blönduósi

11/5/2021 : Verkís tekur þátt í hönnun nýs iðnaðarhúsnæðis á Blönduósi

Á laugardaginn var tekin fyrsta skóflustunga að nýju húsi að Ægisbraut 2 á Blönduósi. Það mun rísa 1.200 m² iðnaðarhús og er Verkís meðhönnuður hússins. Í fyrsta áfanga, sem verður um 440 m², verður sérhæfð matvæla- og heilsuvöruframleiðsla.

nánar...
Tillaga-Verkis

7/5/2021 : Verkís leggur fram tillögur um fyrirkomulag uppbyggingar og þéttingu byggðar

Verkís skilaði í þessari viku tillögu í hugmyndavinnu um fyrirkomulag uppbyggingar og þéttingar byggðar á og við vegstokka þar sem Borgarlínan þverar Sæbraut og Miklubraut. 

nánar...