Fréttir: júní 2021

Fyrirsagnalisti

SiminnCyclothon_finnur_2021

21/6/2021 : Verkís sendir lið í Síminn Cyclothon

Verkís sendir öflugt lið til keppni í Síminn Cyclothon í ár. Verkís sendir blandað lið sem aðeins er skipað starfsfólki fyrirtækisins. Liðið leggur af stað frá Egilshöll nk. miðvikudag kl. 19.

nánar...
Þróunaráætlun Kadeco

16/6/2021 : Verkís valið til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco

Tuttugu og fimm fjölþjóðleg teymi tóku þátt í samkeppni Kadeco um þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar til ársins 2050. Hvert og eitt teymi stendur saman af sex til tíu fyrirtækjum. Fimm teymi hafa verið valin til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco og er Verkís hluti af einu þeirra.

nánar...
Atvinnuauglýsing 12 júní 2021

14/6/2021 : Við leitum að öflugu og góðu fólki

Vegna aukinna verkefna leitum við að öflugu og góðu fólki í hópinn okkar. Við höfum áhuga á jákvæðum einstaklingum sem góða samskipta- og skipulagshæfileika sem sýna metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi. 

nánar...
arnor-thorir-helsingjar2

8/6/2021 : Fann fjóra helsingja í Skúmey en sá fimmti er utan þjónustusvæðis

Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur, fylgist grannt með helsingjum sem bera GPS-senda vegna fuglarannsókna. Fuglarnir komu til landsins í apríl og fjórir þeirra dvelja í Skúmey í Jökulsárlóni. Sá fimmti er aftur á móti utan þjónustusvæðis. 

nánar...
Rafvaeding-hafna-hadegisfyrirlestur

8/6/2021 : Hádegisfundur um rafvæðingu hafna á Íslandi

Verkís og Græna orkan standa saman fyrir rafrænum hádegisfundi um rafvæðingu hafna á Íslandi miðvikudaginn 9. júní kl. 12 - 13. 

nánar...
Ofanleiti 2 drónamynd

8/6/2021 : Sumarstarfsfólk Verkís 2021

Í sumar eru tuttugu og fimm sumarstarfsmenn hjá Verkís, fjórtán konur og ellefu karlar. Þau eru flest komin til starfa og sinna fjölbreyttum verkefnum.

nánar...
Reykjanesvirkjun_stækkun

7/6/2021 : Verkís skilar sjálfbærniskýrslu í þriðja sinn

Verkís hefur skilað sjálfbærniskýrslu vegna sáttmála SÞ um samfélagsábyrgð (e. UN Global Compact) fyrir árið 2020. Samhliða skilunum var undirsíða á heimasíðu okkar um sjálfbærni uppfærð.

nánar...
Adalfundur-Orkuklasans-2021

7/6/2021 : Ný stjórn Orkuklasans

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Orkuklasans sl. fimmtudag. Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, gekk úr stjórninni en hann hafði verið formaður í þrjú ár og í stjórn félagsins frá upphafi. Árni Magnússon var kosinn formaður og Bjarni Richter er varamaður hans.

nánar...
Svarmi gasmengun Geldingadalir

7/6/2021 : Svarmi mælir gasmengun í Geldingadölum

Svarmi, dótturfélag Verkís, hefur að undanförnu sinnt gasmælingum við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Með því að nota dróna er hægt að framkvæma mælingar á eldgosum sem áður hefði verið afar erfitt eða ómögulegt að gera.

nánar...

1/6/2021 : Verkís hannar þriðja áfanga Arnarnesvegar

Verkís mun annast for- og verkhönnun Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Um er að ræða þriðja áfanga Arnarnesvegar, um 1,9 km langan. Verkís átti hagstæðasta tilboðið í verkið.

nánar...