Fréttir: ágúst 2022

Fyrirsagnalisti

Heimsokn forseta til Verkis

12/8/2022 : Forsetahjónin heimsóttu útibú Verkís á Ísafirði

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reed fóru í opinbera heimsókn til Ísafjarðar þann 7. júní sl. Heimsóttu þau meðal annars útibú Verkís í bænum þar sem þau fengu kynningu á starfsemi Verkís og helstu verkefnum á svæðinu.

nánar...
sumarfolk-kvedur-2022

11/8/2022 : Sumarstarfsfólk Verkís kveður

Þessa dagana hverfur sumarstarfsfólkið okkar hvert af öðru aftur til náms. Í sumar hafa tuttugu og sjö sumarstarfsmenn starfað hjá Verkís, fjórtán konur og þrettán karlar. Þau hafa sinnt fjölbreyttum verkefnum og höfum við hjá Verkís verið þess heiðurs aðnjótandi að fá þetta hressa og eldklára fólk til liðs við okkur.

nánar...
Kasmir-borun_1

10/8/2022 : Verkís kemur að gerð fyrsta jarðvarmaorkuvers á Indlandi

Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafa gengið frá samningi við ONGC, eitt stærsta olíufyrirtæki Indlands, vegna undirbúnings jarðvarmavirkjunar í Puga dal í Ladakh í Kasmír héraði. Verkís verður undirverktaki og samstarfsaðili ÍSOR í verkefninu.

nánar...
Anna-og-Ari-Frettabladid-mai-2022

8/8/2022 : Breytt þjónustuframboð Verkís á landsbyggðinni

Í dag búa hátt í sextíu starfsmenn Verkís á landsbyggðinni. Verkís rekur útibú í hverjum landshluta, það er á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi og Reykjanesi. 

nánar...
ROM erindi málstofa 2022

5/8/2022 : Verkís tók þátt í vinnustofu í Háskólanum í Aveiro

Þann 6. júlí sl. sóttu fulltrúar Verkís vinnustofu í Háskólanum í Aveiro í Portúgal vegna UAveiroGreenBuildings verkefnisins. Markmið þess er að þróa aðferðir við viðhald og endurnýjun mannvirkja sem byggja á lögmálum sjálfbærrar þróunar og hringrásarhagkerfisins. 

nánar...
sumarhus_grodureldar

4/8/2022 : Eldri sumarhúsahverfi oft í meiri hættu

Huga þarf sérstaklega að aðkomu slökkviliðs við skipulag sumarhúsasvæða sem og slökkvivatni, að vatnsöflun á svæðinu sé nægjanlega til að tryggja brunavarnir. Mikill munur getur verið á eldri sumarhúsahverfum og nýjum og eru vegir í eldri hverfum gjarnan illfærir fyrir slökkviliðsbíla. 

nánar...