30/5/2017

Viðurkenning Lagnafélags Íslands - Alvotech

  • Viðurkenning

Verkís fékk viðurkenningu Lagnafélags Íslands fyrir hönnun stjórn- og stýribúnaðar lagna og loftræsikerfa ásamt hönnun hússtjórnarkerfa fyrir hátæknisetur Alvotech 2016.

Verðlaunin voru veitt á Bessastöðum þann 22. maí. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands afhenti verðlaunin. Bjarni Bjarnason, Þorvaldur Sigurjónsson, Reidar Jón Kolsöe og Einar Kristinsson fóru á Bessastaði í móttöku og veittu verðlaununum viðtöku fyrir hönd Verkís.