8/6/2017

BIM verkefni hjá Verkís

Fjöldi verkefna sem eru unnin eftir BIM aðferðafræðinni að öllu leyti eða að hluta til hafa aukist mjög mikið síðustu ár hjá Verkís. Eftir því sem hönnuðir ná betri tökum á aðferðafræðinni og innra skipulag kringum BIM verkefni þróast, koma kostir þess berlega í ljós. BIM aðferðafræðin gefur hönnuðum meira frelsi til að leita hagkvæmari lausna sem leiðir til hagræðis fyrir verkkaupa á framkvæmdar og rekstrartíma mannvirkis.

Meðal BIM verkefna hjá Verkís eru tvær sundlaugar í Noregi en vegna aukinna krafna í Noregi meðal annars til orkusparnaðar eru þetta tæknilega flókin mannvirki í hönnun og rekstri.

Sundlaugin í Holmen hefur verið tilnefnd af FutureBuilt í Noregi sem eitt af 50 fyrirmyndar-verkefnum. Verkefnið var valið á grunni umhverfisvænna lausna. Verkhönnun sundlaugarinnar í Drøbak fór fram samhliða framkvæmd og var unnin í samstarH1fi við alverktaka. Með virkri samræmingu og árekstrargreiningu tókst að lágmarka möguleg vandamál á verkstað. Færa má rök fyrir því að þau atriði hlaupi á hundruðum með mikilli hagræðingu fyrir verklega framkvæmd.

Iw-snapshot-6Stækkun Búrfellsvirkjunar er hönnuð eftir BIM aðferðafræðinni að frumkvæði Verkís. Áhersla er lögð á notkun líkana og samræmingu þeirra. Virkjunin saman stendur af mörgum byggingum, göngum og skurðum og fyrir hvern hluta eru gerð hönnunarlíkön fyrir hvert svið en að verkefninu koma mörg fagsvið. Að lokum mun samsett líkan verkefnisins samanstanda af yfir 40 mismunandi  hönnunarlíkönum.
Í verkefninu er notuð skýþjónustan BIM 360 Glue til að veita miðlægt aðgengi að nýjustu líkönum. Þar fer einnig fram sjónræn samræming og árekstrargreining. Samstarfsaðilar Verkís í verkefninu hafa sýnt þessu frumkvæði mikinn áhuga og hafa í auknu mæli orðið virkir þátttakendur í BIM ferlinu.

Hjá Verkís eru í dag tvö stór samgönguverkefni í vinnslu fyrir Norsku Vegagerðina en hún setur ítarlegar kröfur um notkun BIM ferla við hönnun. Líkönin mynda grunn við ákvarðanatöku í hönnunarferlinu og nýtast sérstaklega vel til gerð kynningarefnis fyrir opinbert umsagnarferli

https://www.youtube.com/watch?v=svFx0dDsa44
Verkís hefur sett sér metnaðarfull markmið í innleiðingu BIM aðferðafræðinnar. Gerð hefur verið BIM aðgerðaráætlun til stuðnings við BIM verkefni og virkt fagþróunarstarf styður við framþróun. Verkís hefur leitast eftir því að vera virkur þátttakandi í faglegu starfi á sviði BIM aðferðafræðinnar og BIM innleiðingar á Íslandi.

BIM þjónusta Verkís
Bæklingur 

Upplýsingalíkön mannvirkja eða BIM (e:Building information modeling) er aðferðafræði sem nýtist á líftíma mannvirkis allt frá undirbúningi hönnunar til reksturs og viðhalds. BIM líkan er rafræn frumgerð af byggingunni, líkan byggt upp af byggingareiningum sem innihalda upplýsingar um eiginleika raunverulegra byggingaeininga.

Með BIM aðferðarfræðinni gefst tækifæri til að:

  • auka gæði og samræmi hönnunar
  • hagræða í verklegum framkvæmdum
  • byggja umhverfisvænni mannvirki
  • spara í orkunotkun á rekstrartíma
  • hagræða á rekstrartíma mannvirkis