30/6/2017

Blöndustöð hefur hlotið Blue Planet verðlaunin

  • Blönduvirkjun

Blöndustöð hefur hlotið Blue Planet verðlaunin, sem Alþjóða vatnsaflssamtökin (International Hydropower Association, IHA) veita verkefnum sem skara framúr í sjálfbærri nýtingu vatnsafls í heiminum.

Verkefnið felur í sér opinbert mat á sjálfbærni Blöndustöðvar samkvæmt alþjóðlegum matslykli um sjálfbæra nýtingu vatnsafls, Hydropower Sustainability Assessment Protocol.

Verkís veitti Landsvirkjun ráðgjöf og aðstoð við undirbúning og framkvæmd sjálfbærnimatsins á Blöndustöð en það fór fram á tímabilinu ágúst til október 2013. Ráðgjafi Verkís var í verkefnishópi sem Landsvirkjun skilgreindi vegna þessa verkefnis. Verkís sá ennfremur um að aðstoða við skýrslugerð og við frágang verkefnisins.

Sjá nánar á heimasíðu Landsvirkjunar.

Og á Youtube síðu samtakanna, International Hydropower Association.

https://www.youtube.com/watch?v=lNMpw3C_hIg