31/5/2017

E6 Frya-Sjoa

  • Frya Sjoa

Vegagerðarverkefnið E6 Frya-Sjoa var í lok mars valið verk ársins 2016 í Noregi af Byggeindustrien. Um er að ræða 33 km langan, fjögurra akreina vegkafla á E6 í Guðbrandsdalnum.

Verkefnið var í tveimur hlutum; Frya-Vinstra og Vinstra-Sjoa. Verkís hf. var með jarðtækni í verkhlutanum Vinstra-Sjoa. Sá veghluti er 15 km langur og á honum 3,7 km löng göng, Teigkamptunnelen, 274 m löng skástagsbrú, Lågen brú við Kvam, ásamt 30 öðrum smáum og stórum mannvirkjum. Í verkefninu voru einnig 12 km af minni vegum. Lågen brú er tveggja akreina skástagsbrú með einum turni sem er 60 m ár og rís 50 m yfir brúargólfið. Í hann eru festir 44 kaplar, þeir lengstu 100 m og þeir stystu 14 m. Brúin er grunduð á staurum. Undirstaða undir turni brúarinnar er grunduð á endaberandi stálstaurum á klöpp en fimm aðrar undirstöður hinum megin árinnar á viðnámsstaurum. Kjørem brú er næst stærsta mannvirkið í verkefninu. Brúin er um 200 m löng fjórar akreinar á breidd. Brúin er grunduð á fimm undirstöðum á viðnámsstaurum. Önnur mannvirki voru ýmist grunduð á klöpp eða fyllingu.

Kostnaðaráætlun fyrir heildarverkefnið E6 Frya-Sjoa var 6,7 milljarðar NOK og lauk verkefninu innan áætlunar. Verkefnið er stærsta vegagerðarverkefni í Noregi undanfarin ár.
Vegkaflinn var opnaður 17. desember 2016.