6/10/2017

Fjármálaráðstefna Sveitarfélaga 2017

  • Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Verkís bás

Verkís tók þátt í Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í ár en ráðstefnunni lauk í dag. Þar kynntu starfsmenn Verkís þá viðtæku þjónustu sem fyrirtækið býður sveitarfélögum.

Fjármálaráðstefnan var haldin á Hilton Reykjavík Nordica og stóð yfir í tvo daga. 

Á ráðstefnunni var fjallað um margvísleg málefni sem tengjast fjármálum sveitarfélaga á Íslandi, stöðu þeirra og framtíðarsýn ásamt samskiptum ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði.

Við þökkum þeim fjölmörgu gestum sem komu við í bás Verkís fyrir komuna.