22/5/2017

Flöskuskeyti notuð til að kortleggja vetrarstöðvar svartfugla

Þann 10. janúar 2016 setti Verkís verkfræðistofa á flot tvö flöskuskeyti í samvinnu við Ævar Vísindamann.  Flöskuskeytin voru með gervihnatta-sendi sem staðsetti skeytin með GPS móttakara og sendi sex stað-setningar á dag.

Á vefsíðu Verkís og Krakka RÚV  var hægt að fylgjast með ferðum flöskuskeytanna í beinni.  

Rhoda_meekFyrra flöskuskeytið rak á land, eftir rúmlega árs ferðalag, við Skotlandsstrendur, nánar tiltekið í Tiree.  Skeytið hafði þá ferðast í 14616.7 km.   Rhoda Meek, íbúi á svæðinu,  fann skeytið.

 

Torur_Tinna_Baldur

Seinna flöskuskeytið kom  hinsvegar á land í Húsavíkurfjöru í Færeyjum  13.maí sl. eftir rúmlega 18000 km ferðalag.   Íslensk fjölskylda sem búsett er í Þórshöfn fann skeytið í fjörunni. 

Það var skemmtileg tilviljun að Forseti Íslands var staddur í opinberri heimsókn í Færeyjum og var því við hæfi að afhenda honum skeytið við hátíðlega athöfn í skólanum á Argjahamri.


Gudni_aevar


Forseti Íslands kom flöskuskeytinu til landsins og afhenti það Ævari vísindamanni og Verkís.

Verkís verkfræðistofa og Ævar vísindamaður vonast til að verkefnið veki okkur til umhugsunar um umhverfismál en ferðalag flöskuskeytanna tveggja sýna að það sem lendir í sjónum hverfur ekki — heldur fer í ferðalag. 

Í lokin má segja frá því að fjölmargir vísindamenn hafa sýnt verkefninu áhuga og hefur rannsóknarteymi  í Árósarháskóla pantað 10 flöskuskeyti sem notuð verða til þess að kortleggja vetrarstöðvar svartfugla.  

Flöskuskeyti 1 
Sjósett:
10. janúar 2016
Kom í land: 
15. Janúar 2017     
Heildarvegalengd:
14616.7 km 
Rak á land:  
Tiree, Skotlandi      
Finnandi:
Rhoda Meek

Flöskuskeyti 2 
Sjósett:
10. janúar 2016           
Kom í land: 
13. Maí 2017        
Heildarvegalengd:
18205.9 km 
Rak á land: 
Húsavíkurfjöru, Færeyjum
Finnandi:
Laufey Óskarsdóttir Hansen og fjölskylda