14/12/2017

Þróun flughlaðs við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

  • Flughlöð

Verkís hefur á síðustu árum verið stór þátttakandi í stækkun flughlaða á Keflavíkurflugvelli ásamt því að taka þátt í mótun skipulags flughlaðssvæðisins við flugstöðina og á Háaleitishlaði til framtíðar. 

Svæðið hefur tekið örum breytingum en á árunum 2015-2018 mun flughlaðið stækka um 85% frá því sem það var áður. 

Myndkortin þrjú sem fylgja fréttinni eru í eigu Loftmynda ehf. og birt með leyfi fyrirtækisins.  

Asynd-flughladsins-2016Myndkort: Loftmyndir ehf. Ásýnd flughlaðsins 2016.

Hugmyndafræðin á bak við stækkanirnar er að koma til móts við aukna eftirspurn á sem skemmstum tíma, hafa minnstu möguleg áhrif á núverandi rekstur ásamt því að hanna svæðið með tilliti til framtíðar. 

Myndkort: Loftmyndir ehf. Ásýnd flughlaðsins 2017. 

Skipulagið og áfangaskipting verkefna er þannig að hlaðið byggist upp í rökréttum skrefum sem á endanum tekur á sig heildarmynd og samræmist framtíðarskipulagi og þörfum ársins 2025. 

Hlutverk Verkís er sem áður sagði skipulag á flughlaði, akstursgreiningar, verkefnastjórnun og samræming hönnuða, regnvatnslagnir, hitaveita og neysluvatnslagnir ásamt jarðtækni og styrktarhönnun flughlaðs.

Efsta myndin sýnir ásýnd flughlaðsins 2015 (Myndkort:Loftmyndir ehf )