12/10/2017

Glerártorg lýst upp með bleiku

  • Glerártorg lýsing

Lýsingarteymi Verkís hefur lokið við hönnun nýrrar lýsingar við Glerártorg á Akureyri. Lýsingarkerfið býður upp á marga spennandi möguleika til að glæða húsið lífi og er meðal annars hægt að lýsa það upp með hinum ýmsu litum. 

Þessa dagana er Glerártorg lýst upp með bleiku til að vekja athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini hjá konum.