16/9/2016

Hjólum til framtíðar 2016

  • Verkís lukkuhjól

Sjötta ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna fer nú fram í Hlégarði, Mosfellsbæ, undir nafninu Hjólum til framtíðar. 

Verkís er með bás á ráðstefnunni en þar standa vaktina öflugir starfsmenn Samgöngu- og umhverfissviðs.

Áhersla ráðstefnunnar í ár er tileinkuð hjólreiðum og náttúrunni í tilefni þess að hún er haldin á Degi íslenskrar náttúru, sem er um leið upphafsdagur Evrópsku samgönguvikunnar.

Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér.

Ráðstefnan er send út beint á netinu og hægt er að fylgjast með útsendingu hér.