21/11/2017

Íslenski ferðaklasinn heldur fund í húsakynnum Verkís

  • Ofanleiti Verkís

Miðvikudaginn 22. nóvember heldur faghópur um mannauðsstjórnun innan Íslenska ferðaklasans fund í höfuðstöðvum Verkís í Ofanleiti 2 í Reykjavík. 

Fundurinn ber yfirskriftina Talar starfsfólkið okkar sama tungumálið? og stendur yfir frá kl. 8.30 - 9.45.

Á fundinum verður fjallað um mikilvægi þess að starfsfólk innan sömu og þvert á þjónustugreinar tali sama tungumálið, áhrif þess á hæfni starfsfólks, þjónustugæði og orðspor. 

Verkís er einn af stofnendum Íslenska ferðaklasans og hefur tekið virkan þátt frá upphafi. 

Þrír fyrirlesarar munu flytja erindi á fundinum: 

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri/klasastjóri Íslenska ferðaklasans
Kristín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik
Björgvin Filippusson, stofnandi KOMPÁS þekkingarsamfélagsins

Hér er hægt að skrá sig á viðburðinn