05/04/2019

Leitum að öflugu starfsfólkitil eftirlitsstarfa

Leitum að öflugu starfsfólki til eftirlitsstarfa
Leitum að öflugu starfsfólki til eftirlitsstarfa

Vegna aukinna verkefna leitum við að öflugu starfsfólki til að starfa við eftirlit með ýmis konar framkvæmdum. Við höfum áhuga á jákvæðum einstaklingum sem hafa metnað, sýna frumkvæði í starfi og eiga auðvelt með að vinna með öðrum.

Eftirlit með byggingaframkvæmdum

Byggingarsvið leitar að byggingarverkfræðingi, byggingartæknifræðingi eða byggingafræðingi. Um er að ræða vinnu við umsjón og eftirlit byggingaframkvæmda.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða byggingafræði.
  • Meira en 3ja ára starfsreynsla af umsjón og eftirliti með byggingaframkvæmdum.
  • Iðnmenntun og byggingarstjóraréttindi eru kostur.
  • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar.
  • Reynsla af notkun teikniforrita, t.d. AutoCad og Revit er kostur.
  • Góð kunnátta í Excel og Word.
  • Gott vald á íslensku og ensku.

 

Eftirlit með samgöngu- og veituframkvæmdum

Samgöngu- og umhverfissvið leitar að verkfræðingi, eða tæknifræðingi eða jarðfræðingi. Um er að ræða vinnu við umsjón og eftirlit samgöngu- og veituframkvæmda.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í byggingarverkfræði, byggingartæknifræði, jarðverkfræði eða jarðfræði.
  • Meira en 3ja ára starfsreynsla af umsjón og eftirliti með samgöngu- og veituframkvæmdum.
  • Iðnmenntun og byggingarstjóraréttindi eru kostur.
  • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar.
  • Reynsla af notkun teikniforrita, t.d. AutoCad og Civil 3D er kostur.
  • Góð kunnátta í Excel og Word.
  • Gott vald á íslensku og ensku.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um á ráðningarvef Verkís fyrir 14. apríl nk.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veitir: Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, egs@verkis.is

Leitum að öflugu starfsfólki til eftirlitsstarfa
Leitum að öflugu starfsfólki til eftirlitsstarfa