16/5/2017

Lighting Design Awards 2017

  • Lýsingarverðlaun

Verkís sótti Lighting Design Awards 2017 í London í síðustu viku, þar sem Darío Núñez, sem leiðir lýsingarteymi Verkís, tók á móti verðlaununum “40 under 40”.

Verðlaunin eru afhent árlega af Lighting Magazine í samstarfi við Osram, til hæfileikaríkra lýsingarhönnuða sem eru yngri en 40 ára. 

Í lýsingarteymi Verkís eru metnaðarfullir lýsingarhönnuðir sem þessa stundina takast á við mörg skemmtileg verkefni.

Meðal verkefna eru:

Lysing_frett_sjobodSjóböðin á Húsavík
Arkitektar:  Basalt Arkitektar - Lýsingarhönnun:  Verkís
Utan- og innanhúss lýsingarhönnun fyrir Sjóböðin á Húsavík.  Í verkefninu er lögð áhersla á að skapa skemmtilega og ánægjulega upplifun án þess að trufla nætursýn og gæði myrkurs, myrkurhönnun var því höfð að leiðarljósi.

Lysing_frett_perlanPerlan
Reykjavíkurborg hefur leigt út Perluna til Perlu norðursins ehf, sem vinnur nú að uppsetningu á nýrri náttúrusýningu.  Breytingar standa nú yfir á húsnæðinu en Verkís vinnur að nýrri lýsingarhönnun miðað við þessa breyttu starfsemi í húsinu.    Meðal annars verður lýsing í hvelfingu Perlunnar breytt, þar sem gömlu perunum verður skipt út fyrir LED, sem býður upp á óteljandi möguleika varðandi liti og senur. 


Lysing_frett_arnarholl

Arnarhóll
Lýsingarteymi Verkís vinnur að nýrri lýsingarhönnun við Arnarhól sem ætlað er að  auka upplifun og ásýnd svæðisins.