28/4/2017

Markaðsstofa leitar eftir starfsmönnum til starfa í kynningarmál og við tilboðsgerð

  • Atvinna auglýsing

Um er að ræða fjölbreytt og áhugaverð störf sem reyna á skipulagshæfni og öguð vinnubrögð.

Starfsmaður í tilboðsteymi

Starfið felst í því að hafa umsjón með og ritstýra tilboðsgerð hjá Verkís m.a. með því að fylgjast með tilboðsbönkum, afla viðeigandi gagna og hafa samskipti við samstarfsaðila.        

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í raunvísindum eða viðskiptafræði.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Kunnátta í einu Norðurlandamáli, helst norsku
  • Góð skipulagsfærni

Starfsmaður í kynningarmál (Tímabundin ráðning til eins árs)

Starfið felst m.a. í að skrifa greinar og vinna með efni fyrir vef- og samfélagsmiðla, vinna að gerð kynningarefnis og að hafa umsjón með kynningarviðburðum á vegum Verkís.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði markaðsmála, viðskipta eða almannatengsla
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð þekking á Powerpoint og Photoshop
  • Reynsla af notkun vefumsjónarkerfa


Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um á ráðningarvef Verkís fyrir 8. maí n.k.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veitir Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, verkefnastjóri mannauðsmála, aoa@verkis.is.