14/11/2017

Norðfjarðargöng tekin í notkun

  • Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng voru formlega tekin í notkun um helgina við hátíðlega athöfn og hafa þau verið opnuð fyrir almenna umferð. Göngin eru mikil samgöngubót fyrir Austfirði.

Verkís sá um hönnun vegskála, hönnun tæknirýma í göngum og utan ganga, rýni og umsjón með gerð útboðsgagna, ráðgjöf á framkvæmdatíma og landmótun við skála. 

Ljósmynd/Vegagerðin