7/12/2017

Ný læknavakt opnuð í Askim við hátíðlega athöfn

Verkís annaðist alla verkfræðilega ráðgjöf og hönnun

  • Ný læknavakt í Askim

Síðustu ár hefur hafa Verkís og Arkís unnið að for-, frum- og deilihönnun vegna breytinga á rúmlega 10.000 m², gömlu sjúkrahúsi í Askim í Østfold í Noregi en markmiðið er að húsið nýtist sem heilsumiðstöð með fjölbreytta starfsemi.

Læknavaktin, sem opnuð var við hátíðlega athöfn á þriðjudag, er fyrsti áfangi endurnýjunar á húsinu sem nær yfir 1.000 m² af gamla húsinu auk 200 m² viðbyggingar með nýjum aðalinngangi. 

Verkís sá um hönnun burðarvirkja, lagna, loftræsingar og rafkerfa sem og bruna- og hljóðtækni í verkefninu. Arkís annaðist alla arkitektahönnun.

WP_20171205_13_44_20_Pro

Í tilefni af opnuninni færðu fulltrúar Verkís og Arkís læknavaktinni fallega skál með mynd af maríuerlu (n. Linerle) eftir íslensku listakonuna Ingu Elínu. Með gjöfinni vildu hönnuðirnir færa íbúum í Askim, starfsfólki og eigendum hússins von um bjartari framtíð vegna fyrsta áfanga uppbyggingar á þessu gamla sjúkrahúsi.