12/12/2017

Nýtt heimili fyrir fólk með heilabilun opnað í Askim

Verkís annaðist alla frumhönnun og gerð alútboðsgagna

  • Heimili-fyrir-folk-med-heilabilun_Askim

Í byrjun október var opnað nýtt heimili fyrir fólk með heilabilun í Askim í Noregi. Í húsinu, sem er 850 m², eru átta einstaklingsíbúðir en auk þess eru rúmgóðar borð- og setustofur ásamt tæknirýmum og stoðrýmum.

Húsið er byggt utan um lítill upplifunargarð (n. Sansehage) þar sem íbúarnir geta upplifað náttúruna, gengið um, hvílt sig á bekkjum og staldrað við hjá gömlum mjólkurbrúsapalli.

Verkís sá um hönnun burðarvirkja, lagna, loftræsingar og rafkerfa sem og bruna-, hljóðtækni og jarðtækni í verkefninu ásamt kostnaðaráætlunum og gerð alútboðsgagna. Arkís annaðist alla arkitektahönnun. Verkís leiddi verkefnið frá því að fundað var með væntanlegum starfsmönnum og farið í vettvangsferðir til þess að læra af sambærilegum verkefnum.

Fyrstu íbúarnir fluttu inn í byrjun október en húsið var formlega opnað 20. nóvember. Frekari uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu en með það í huga að efla þjónustu við eldri borgara á næstu árum. Sambýlið er fyrsta skrefið en stefnt er að byggingu 100 íbúða fyrir eldri borgara á næstu árum. 

Heimili-fyrir-folk-med-heilabilun_Askim_2