22/5/2017

Nýtt hjúkrunarheimili í Hafnarfirði

  • Solvangur

Hafnarfjarðarbær hefur gengið til samninga við Munck Íslandi vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili á Sólvangi sem áætlað er að verði tilbúið í september 2018.      

Verkís mun sjá um eftirlit með verkefninu á meðan framkvæmdir standa yfir.  

Byggingin verður á þremur hæðum ásamt kjallara undir hluta hússins, auk tengiganga sem tengir nýbyggingu við eldra húsnæði Sólvangs. Stærð hússins er um 4.200 fermetrar. Verkefnið felur í sér uppsteypu hússins ásamt fullnaðarfrágangi að utan sem innan svo og lóðarframkvæmdir.

Kostnaðaráætlun verks hljóðar upp á kr. 1.515.686.540,- og var tilboð verktaka Munck Íslandi undir kostnaðaráætlun eða kr. 1.460.336.306,-.

Tilboð Verkís vegna eftirlits var kr. 21.330.000,-, einnig undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á kr. 23.940.000,-.

Solvangur_samningur

Mynd: Flosi Sigurðsson hjá Verkís og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri handsala samningi við Verkís – tekið af heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.