Opnun skólphreinsistöðvar í Bergen - Noregi
Verkís hefur unnið að stækkun og endurbyggingu á þremur helstu skólphreinsistöðvum í Bergen frá árinu 2012.
Ein þeirra sem er staðsett í Kvernevik í austurhluta byggðarinnar var formlega opnuð þann 4. desember síðastliðinn, þar sem starfsmönnum sveitarfélagsins, verktakar, hönnuðir og eftirlitsaðilar var boðið að skoða stöðina.
Starfsmenn Verkís sem hafa komið að verkefninu í Bergen eru Björn Johannessen, Helgi Hjaltason, Hafsteinn Hafsteinsson, Kolbeinn Björgvinsson, Kristján Björnsson, Ólafur Rafn Brynjólfsson, Pálmi Þór Sævarsson og Sveinbjörn Steingrímsson.
Í verkefninu annast Verkís eftirlit, byggingastjórn, samræmingu öryggis- og heilbrigðismála ásamt samræmingu vinnu hliðarverktaka og aðalverktaka.
Nánar um verkefnin má finna hér.