18/1/2016

Rannsóknar­verkefnið um raka- og hitastig í jarðvegi á Íslandi fyrir háspennustrengi

  • Mælingar

Verkís hefur nýlokið rannsóknarverkefni fyrir Landsnet um raka- og hitastig í jarðvegi á Íslandi, með tilliti til áhrifa þessara þátta á varmaviðnám jarðvegs vegna flutningsgetu jarðstrengja. 

Markmiðið með rannsóknunum var að fá mat á því annars vegar hvaða stuðla fyrir rakastig og hitastig í jarðvegi er hæfilegt að nota í útreikninga og hins vegar að meta í hvernig jarðefni og við hvaða aðstæður kemur til greina að plægja niður háspennustrengi í jarðveg og sleppa þá við skurðgröft.