4/5/2017

Verkís tekur þátt í Samorkuþingi

  • Hof-Ak.

Verkís tekur þátt í Samorkuþingi, ráðstefna um málefni orku- og veitufyrirtækja.

Samorkuþing er haldið á þriggja ára fresti og er stærsti vettvangur fyrir orku- og veitugeirann. Markmiðið er að koma saman sem ein heild og ræða það sem efst er á baugi hverju sinni.

Ráðstefnan fer fram dagana 4. – 5. maí í Hofi á Akureyri.

Þrír starfsmenn Verkís flytja erindi á ráðstefnunni.

Föstudagur 5.maí,  kl. 14.15 – 14.30
Oddur B. Björnsson, vélaverkfræðingur              
Varmadæla HS Veitna í Vestmannaeyjum 

Föstudag kl. 15.30 – 15.45
Sigurður G. Sigmarsson, vatnauðlindaverkfræðingur   
Blágrænar ofanvatnslausnir í röskuðu landi: Áskoranir við meðhöndlun ofanvatns vegna þéttingar byggðar

Föstudagur 5.maí, kl. 10.30 (Örerindi)
Hörn Hrafnsdóttir, Verkís og Guðmundur Pétursson, Landsvirkjun
Breytingar á inntaksmannvirki Landsvirkjunar: Sand- og ísskolun til að auðvelda rekstur virkjunarinnar

Nánar upplýsingar um dagskrá má sjá hér