25/9/2017

Stækkun skrifstofu Op-VerkÍs í Noregi

  • OP Verkís móttaka

Búið er að stækka skrifstofu OP-Verkís, dótturfélags Verkís í Noregi og hefur vinnustöðvum verið fjölgað um átta. Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum á næstu mánuðum. 

OP-Verkís var stofnað í september á síðasta ári með sameiningu starfsemi Olafsen Prosjektadministrasjon AS og skrifstofu Verkís í Osló. 

Skrifstofa OP-Verkís er á annarri hæð í Karenslyst allé í Osló. Samhliða fjölgun vinnustöðva á skrifstofunni var einnig útbúin glæsileg móttaka og hefur OP-Verkís tekur undir sig meirihluta hæðarinnar. Fyrir stækkun voru vinnustöðvarnar tíu til tólf en með stækkuninni eru þær orðnar átján til tuttugu.

Stefnt er að því að stækka fyrirtækið enn frekar og hafa um fimmtán til sextán manns í vinnu sumarið 2018. Í dag starfa ellefu manns hjá OP-Verkís en við stofnun þess voru níu starfsmenn. 

Aðalstarfssvið fyrirtækisins er á sviði verkefna- og byggingarstjórnunar, hönnunarstjórn, byggingar- og hönnunareftirlit, burðarvirki og verkefnastjórnun beint fyrir verkkaupa.