7/3/2017

TH-65 – Eftirlitsverk við línur frá Kröflu að Bakka ásamt byggingu tengivirkja í Kröflu

Á Þeistareykjum og á Bakka

  • Kort

Verkís hefur nú í tæpt ár unnið að stóru eftirlitsverki vegna línulagnar frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka ásamt byggingu þriggja tengivirkja.

Verkið felur í sér eftirlit með útboðsverki Landsnets, BATH-65 Tenging Bakka og Þeistareykja, – byggingarvirki, vegslóð, jarðvinna og undirstöður.

Verkið er fólgið í eftirliti með fimm verksamningum sem Landsnet hefur gert. Annars vegar er um að ræða tvo verksamninga vegna lagningu háspennulína frá Kröflu um Þeistareyki og að Bakka og hins vegar þrjá verksamningu vegna tengivirkihúsa í Kröflu, á Þeistareykjum og á Bakka. Þessar framkvæmdir tengjast uppbyggingu kísiliðjuvers PCC á Bakka skammt norðan Húsavíkur.

Hönnuðir:           Hornsteinar ehf. arkitektar
Tengivirki:           Mannvit hf        
Línur:                  Mannvit hf
Verksamningur Landsnets við Verkís um eftirlitið er nálega 190 Mkr.

Stutt lýsing verksamninga framkvæmda er eftirfarandi:
Verkhlutarnir vegna línulagna, TR1/KR4 felast í að leggja vegslóða, grafa fyrir undirstöðum og stagfestum fyrir 220 kV háspennulínum fyrir Þeistareykjalínu 1, frá tengivirki við Þeistareyki að tengivirki við Bakka annars vegar og hins vegar Kröflulínu 4 frá tengivirki við Kröflu að tengivirki við Þeistareyki.

Um er að ræða jarðvinnu, framleiðslu forsteyptra og staðsteyptra undirstaða og stagfesta, stálsmíði, borun og niðursteypu á bergboltum.

Helstu kennistærðir:

KR4
Mastursstæður    105 stk.
Vegslóði               33 km.
Verksamningur    565 Mkr.
Verklok skv. Samningi, 1.október 2016

TR1

Mastursstæður    88 stk.
Vegslóði               29 km.
Verksamningur    470 Mkr.
Verklok skv. Samningi, 1.október 2016

Mynd1Mynd: KR4- Línulagnir. Slóðagerð að masturssvæðum.

Mynd2Mynd: KR4- Stagfestuplata fyrir háspennumastur.

KRA-01/THR-01/BAK-01 felst í byggingu þriggja tengivirkja Landsnets, þ.e. í Kröflu (KRA-01), á Þeistareykjum (THR-01) og á Bakka (BAK-01). Um er að ræða jarðvinnu, uppsteypu, stálvirki, klæðningar, öll lagnakerfi vegna húsbygginga auk innri og ytri frágangs, þ.e. fullnaðarfágangur bygginga til uppsetningar rafbúnaðar tengivirkjanna.

Helstu kennistærðir og skiladagar:

KRA-01
Tengivirkihús 650m2
Verksamningur 543Mkr.
Skiladagar skv. verksamningi eru eftirfarandi:
Stjórn- og stoðrými tilb. til uppsetningar á búnaði: 01.02.2017
Rofasalur tilb. til uppsetningar á háspennubúnaði: 01.03.2017
Spennurými tilbúið til uppsetningar á spenni: 01.05.2017
Lóðarfrágangur lokið: 01.09.2017
Kra-01

Mynd: KRA-01 Þann 21. des 2016.
Uppsteypa spennarýmis í forgrunni. Stjórnrými og Rofasalur í baksýn.

THR-01
Tengivirkihús 1600m2
Spennarými (síðari viðbót) 200m2
Verksamningur 630Mkr. (án viðbótar)
Skiladagar skv. verksamningi eru eftirfarandi: 
Stjórn- og stoðrými tilb. til uppsetningar á búnaði: 15.02.2017
Rofasalur tilb. til uppsetningar á háspennubúnaði: 15.03.2017
Lóðarfrágangi lokið: 15.09.2017
 RofasalurMynd: Rofasalur í Kröflu klæddur.
Spennarými (fjær) á „lokametrum“ uppsteypu.
BAK-01
Tengivirkihús 650m2
Spennurými (síðari viðbót) 200m2
Verksamningur 630Mkr. (án viðbóatar)
Skiladagar skv. verksamningi eru eftirfarandi:
Stjórn- og stoðrými tilbúin til uppsetningar á búnaði: 15.03.2017
Rofasalur tilbúinn til uppsetningar á háspennubúnaði: 15.04.2017
Spennurými tilbúin til uppsetningar á spennum: 15.06.2017
Lóðarfrágangi lokið: 15.09.2017
Thr-01Mynd: THR-01 Mynd tekin með „dróna“.
Stjórnrými í forgrunni. Reising stálgrindar Rofasalar á lokastigi.

Útgáfa framkvæmdaleyfa vegna þessara verka töfðust og gátu framkvæmdir af þeim ástæðum ekki hafist fyrr en mun síðar en áætlað var eða sem hér segir:
KRA-01 – Framkvæmdaleyfi útgefið 15. júlí 2016
THR-01 – Framkvæmdaleyfi útgefið 8. ágúst 2016
BAK-01 – Framkvæmdaleyfi útgefið 15. júlí 2016

Af þessum ástæðum hefur verið samið við verktaka um tafabætur og flýtiaðgerðir til að ná settum markmiðum vegna uppsetningar háspennubúnaðar.
Þær dagsetningar hafa verið endurskoðaðar og verður um lítilsháttar seinkun á verki að ræða. Aukið hefur verið við mannsskap, tæki og búnað.
Daglegur vinnutími er langur og er unnið að verkum sex daga vikunnar við byggingu tengivirkja en við línulagnir var unnið eftir úthaldskerfi 11+3. Vinna við tengivirki eru í fullum gangi en ekki liggur fyrir hvenær síðari lota við línulagnir getur hafist, m.a. vegna kærumála sem enn eru til umfjöllunar.
Reising mastra, sem er á höndum annarra verktaka Landsnets er utan okkar verks. Það verk hófst á haustmánuðum en hefur legið niðri frá nóv. sl. Allan verktímann hafa töluverðar breytingar verið gerðar á verkgögnum vegna síðbúinna upplýsinga um búnað ofl.
Veðurfar sl. haust og í vetur hefur gert það að verkum að uppsteypa mannvirkja hefur gengið með eindæmum.
Vegna alls þessa, sem að framan greinir, hefur umfang eftirlits með öllum þessum verkum aukist töluvert frá því sem upphaflega var áætlað. Verklok okkar verks verður síðsumars eða á haustmánuðum.
Að verki eftirlits hafa komið alls um 9 menn frá Verkís. Að jafnaði hafa nú undanfarið verið 2-3 menn að störfum á okkar vegum.