28/9/2017

Þáttur Verkís í Veröld - Húsi Vigdísar

Verkís annaðist alla verkfræðihönnun, það er burðarþolshönnun, lagna- og loftræsihönnun, bruna- og öryggishönnun, raflagnahönnun og lýsingarhönnun við Veröld - hús Vigdísar. 

Húsið, sem vígt var fyrr á þessu ári, verður helgað kennslu í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og starfsemi Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar.  

Hlutverk stofnunarinnar er að vekja athygli á mikilvægi tungumála og gildi þýðinga og tungumálakunnáttu fyrir farsæl samskipti þjóða.

Hönnunin er unnin á grundvelli vinningstillögu í hönnunarsamkeppni. Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðarfræðinni og ferli samkvæmt BREEAM, vottunarkerfi um vistvænar byggingar.

Veröld - hús Vigdísar