12/10/2017

Velheppnaður morgunverðarfundur um BIM

  • Alexandros

Hátt í sjötíu manns sóttu velheppnaðan morgunverðarfund sem haldinn var af Verkís í samstarfi við Autodesk í dag, fimmtudaginn 12. október. Fundurinn bar yfirskriftina Hagræðing í mannvirkjagerð með BIM

Rannsóknir sýna að hægt er að ná allt að 20% hagræðingu í framkvæmd og rekstri með notkun BIM aðferðafræðinnar. Eftir því sem áskorunum fjölgar í byggingariðnaði er sífellt meira aðkallandi að horfa til framtíðar með það að markmiði að hagræða á öllum sviðum verkefnisins. 

Á morgunverðarfundinum í morgun var meðal annars fjallað um sýnilegan árangur í verkefnum sem unnin eru eftir BIM aðferðafræðinni. 

  • Davíð Friðgeirsson, byggingafræðingur og BIM ráðgjafi hjá Verkís, fjallaði annars vegar um hagræðingu með notkun BIM og hins vegar um BIM innleiðingu hjá Verkís. Davíð hélt einnig utan um skipulag fundarins. 
  • Rut Bjarnadóttir, orkuverkfræðingur hjá Verkís, fjallaði um stækkun Búrfellsvirkjunar. 
  • Alexandros Chapipis hjá Autodesk hélt tvö erindi. Annað bar yfirskriftina Connected BIM og hitt BIM implenmentation, how to begin your journey. 
  • Krystal Herrington hjá Autodesk fjallaði um sýnilegan árangur með BIM. 
  • Jóhannes Bjarni Bjarnason, BIM/VDC Manager hjá ISAVIA, fjallaði um áskoranir og lausnir með BIM. 

MixmyndÁ efri myndinni má sjá Alexandros Chapipis flytja annað erinda sinna.
Á neðri myndinni má sjá Davíð Friðgeirsson flytja annað erinda sinna.