12/5/2022

Verkís 90 ára - Afmælisblað

  • Hópmynd af starfsfólki Verkís maí 2022

Á þessu ári eru liðin 90 ár síðan Sigurður Thoroddsen stofnaði fyrstu verkfræðistofu á Íslandi og miðast aldur Verkís verkfræðistofu við þann atburð. Í dag kemur út átta blaðsíðna afmælisblað sem tileinkað er stórafmæli fyrirtækisins. 

Það var á vormánuðum ársins 1932 sem Sigurður hóf rekstur eigin verkfræðistofu í Reykjavík og miðast afmælisdagurinn við daginn í dag, 12. maí.

Félagið Verkís var stofnað 21. nóvember 2008 en þá runnu saman fjögur fyrirtæki: VST-Rafteikning hf., Fjarhitun hf., Fjölhönnun ehf. og RT ehf. - Rafagnatækni. Áður höfðu VST - Rafteikning sameinast úr Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, sem var elsta verkfræðistofa landsins og Rafteikningu hf. Í apríl 2013 sameinuðust Verkís og Almenna verkfræðistofan undir nafni Verkís. 

Allar stofurnar komu með verðmæta reynslu og þekkingu inn í Verkís. Sala verkfræðiþjónustu byggir oft á fyrri reynslu af svipuðum verkefnum og alltaf á því að bjóða fram öflugt starfsfólk. Mikill styrkur er í því að geta boðið fjölbreytta þjónustu. 

Afmælisblað Verkís - sérblað Fréttablaðsins