21/9/2017

Verkís kennir námskeiðið Stjórnun BIM verkefna í Endurmenntun HÍ

  • BIM frétt

Davíð Friðgeirsson, byggingafræðingur og starfandi BIM ráðgjafi, mun kenna námskeiðið Stjórnun BIM verkefna og gerð BIM aðgerðaáætlunar hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í október. 

Námskeiðið er fyrir þá sem koma að BIM verkefnum á hönnunarstigi. Þar með talið hönnunarstjórum, fagstjórum, BIM stjórum, BIM samræmingaraðilum, hönnuðum og verkkaupum væntanlegra BIM verkefna.

Upplýsingalíkön mannvirkja, eða BIM (e. Building Information Modeling) er aðferðafræði sem nýtist á líftíma mannvirkis allt frá undirbúningi hönnunar til reksturs og viðhalds. BIM líkan er rafræn frumgerð af byggingunni, líkan byggt upp af byggingareiningum sem innihalda upplýsingar um eiginleika raunverulegra byggingaeininga.

Davíð Friðgeirsson er byggingafræðingur og í forsvari fyrir frekari BIM innleiðingu hjá Verkís. Hann er með yfir 10 ára reynslu af hönnun, samræmingu og verkefnastjórnun á arkitektastofu. Davíð hefur síðustu 7 ár sérhæft sig í BIM aðferðafræðinni sem hönnuður, verkefnisstjóri og BIM ráðgjafi í íslenskum og norskum verkefnum.

Skráning og nánar um námskeiðið