7/11/2017

Verkís leggur mat á umferðarhávaða í Reykjanesbæ

  • Pósthússtræti 5

Verkís fékk nýlega það verkefni að reikna út umferðarhávaða frá umferð ökutækja og leggja mat á flugumferðarhávaða, við útvegg og útisvæði fjölbýlishúss áætlað er að rísi við Pósthússtræti í Reykjanesbæ. 

Þegar standa tvö fjölbýlishús við götuna en áætlað er að bæta því þriðja við, Pósthússtræti 5 í Reykjanesbæ. 

Verkís komst að þeirri niðurstöðu að hávaði væri undir viðmiðunargildum sem gefin eru upp í staðlinum Hljóðvist – Flokkun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, eða ÍST 45. 

Ráðlagt var að huga sérstaklega að hljóðeinangrun í gluggum sem snúa að umferðargötunni Hafnargötu, lífæð Keflavíkur og og dempa mjög vel loftrásir í útvegg. 

Hávaði hefur bein áhrif á vellíðan fólks þar sem hávaði veldur aukningu stesshormóna í líkamanum. Langvarandi stress leiðir til hjarta og æðasjúkdóma sem dregur fólk til dauða um aldur fram. Einnig hefur hávaði mikil áhrif á hversu mikið útisvæði í kringum húsin nýtast til útiveru og afslöppunar.

Áhrif hávaða í umhverfi hafa verið staðfest af WHO sem eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál sem borgarbúar heimsins standa frammi fyrir. Þess vegna var í þessu tilviki bæði mikilvægt og gagnlegt að reikna út  umferðarhávaða og leggja mat á flugumferðarhávaða. Verkefnið var unnið af hljóðverkfræðingi á byggingarsviði Verkís.